Jónas Stefánsson frá Kaldbak
Jónas Stefánsson frá Kaldbak (30. september 1882 – 9. september 1952) var vesturíslenskt ljóðskáld. Hann gaf út tvær ljóðabækur og birti mörg ljóð í Lögbergi og Heimskringlu.
Jónas var frá Kaldbak í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann útskrifaðist úr Búnaðarskólanum á Hólum í Hjaltadal. Jónas fluttist vestur um haf árið 1913, settist að í Mikley og kvæntist þar Jakobínu Sigurgeirsdóttur prests að Grund í Eyjafirði. Hann kenndi sig þó alltaf við fæðingarstað sinn, Kaldbak.