1525
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1525 (MDXXV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Veturinn var kallaður áttadagsvetur því að á áttadag jóla (nýársdag) hófst harðindakafli sem stóð allt til vors með miklum snjóum og frosthörkum, svo að hestar frusu í hel standandi að sögn Biskupaannála. Einkum fór Grímsnes illa út úr þessum vetri.
- Jón Arason biskup kom heim úr vígsluferð sinni og settist að að á Hólum í Hjaltadal.
- Þýski bartskerinn Lassarus Mattheusson (Skáneyjar-Lassi) kom til Íslands til að lækna sárasótt, sem þá hafði borist til landsins. Hann giftist svo íslenskri konu og ílentist á Íslandi.
- Daði Guðmundsson í Snóksdal giftist Guðrúnu, dóttur séra Einars Snorrasonar Ölduhryggjarskálds.
- Finnbogi Einarsson var vígður ábóti í Munkaþverárklaustri.
Fædd
- (líklega) - Magnús Jónsson prúði, sýslumaður (d. 1591).
Dáin
Erlendis
breyta- 24. febrúar - Spænskar hersveitir unnu sigur á franska hernum í orrustunni við Pavía og tóku Frans 1. Frakkakonung höndum.
- 28. febrúar - Hernán Cortés lét taka Cuauhtémoc, síðasta konung Asteka, af lífi.
- 15. maí - Orrustan við Frankenhausen batt enda á Bændauppreisnina í Þýskalandi.
- Spánverjar lögðu Bólivíu undir sig.
- Síðasti stórmeistari Þýsku riddaranna, Albert af Brandenburg, sagði af sér, tók lútherstrú og var gerður hertogi af Prússlandi.
- Wiliam Tyndale þýddi Nýja testamentið á ensku.
Fædd
- 1. september - Christoffer Valkendorf, danskur aðalsmaður og embættismaður, höfuðsmaður yfir Íslandi um tíma (d. 1601).
- (líklega) - Giovanni Pierluigi da Palestrina, ítalskt tónskáld (d. 1594).
- (líklega) - Pieter Bruegel eldri, hollenskur myndlistarmaður og prentari (d. 1569).
Dáin
- 28. febrúar - Cuauhtémoc, síðasti konungur Asteka, tekinn af lífi (f. um 1502).
- 5. maí - Friðrik 3., kjörfursti Saxlands (f. 1463).
- 30. desember - Jakob Fugger, þýskur bankamaður (f. 1459).