1708
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1708 (MDCCVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Oddur Sigurðsson lögmaður varð umboðsmaður stiftamtmanns og þar með valdamesti maður landsins.
- Jón Magnússon, sýslumaður Dalamanna, bannaði Jörfagleðina.
- Alþingi var svo fámennt vegna bólusóttarinnar að enginn mundi slíkt. Enginn kom til þings úr Múlasýslum nema kona sem átti að drekkja og maður sem fylgdi henni.
- Árni Magnússon og Páll Vídalín dæmdu Sigurð Björnsson lögmann frá embætti og virðingu og til greiðslu hárra sekta.
- Jón Hreggviðsson sendi Árna Magnússyni bréf þar sem hann lýsti glímu sinni við réttvísina.
- 28 rostungar sáust við Austur- og Suðurland.
- Hallgrímur Jónsson Thorlacius varð skólameistari í Hólaskóla.
- Jóhann Gottrup varð skólameistari Skálholtsskóla í stuttan tíma.
- Jón Halldórsson í Hítardal varð skólameistari í Skálholtsskóla.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 11. mars - Anna Bretadrottning beitti neitunarvaldi gegn lögum um skoskan her. Breskir þjóðhöfðingjar hafa ekki beitt neitunarvaldi síðan þótt þeir hafi það enn formlega.
Fædd
- 9. september - Poul Egede, Grænlandstrúboði og málvísindamaður (d. 1789).
- 15. nóvember - William Pitt eldri, breskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1778).
- 8. desember - Frans 1., keisari Hins heilaga rómverska ríkis (d. 1765).
Dáin
- 28. október - Georg prins af Danmörku, eiginmaður Önnu drottningar (f. 1653).
- Petter Dass, norskur prestur og skáld (f. 1647).