1517
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1517 (MDXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Stefán Jónsson Skálholtsbiskup fór til Vestfjarða að jafna sakir við Björn Guðnason í Ögri og er sagt að hann hafi komið þangað með 300 manna lið en Björn hafi haft að minnsta kosti jafnmarga menn hjá sér. Þeir sættust þó að sinni og létust svo báðir árið eftir.
- Týli Pétursson varð hirðstjóri.
- Á Alþingi eltu menn Týla hirðstjóra lögréttumann einn sem ekkert hafði til saka unnið, skutu hann og lögðu hald á fé hans.
- Aflátsbréfasali kom til Íslands og var í tvær vikur í Skálholti en Stefán biskup kvaðst ekki standa gegn vilja páfans, en hvorki myndi hann sjálfur kaupa aflátsbréf né neinn sinna manna.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 22. janúar - Tyrkir undir forystu Selíms I, unnu sigur á her Mamelúka í Egyptalandi.
- 3. febrúar - Tyrkir ná'u Kaíró á sitt vald.
- 31. október - Marteinn Lúther hengdi upp 95 greinar á kirkjudyrnar í Wittembergkastala og hóf með því siðbótina.
Fædd
Dáin
- 7. mars - María af Aragóníu, Portúgalsdrottning, kona Manúels 1. (f. 1482).
- 21. september - Dyveke, ástkona Kristjáns 2. Danakonungs.