Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi

Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi (18. febrúar 188631. október 1957) var skrifstofustjóri Alþingis í mörg ár og einn af helstu þýðendum á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Hann er þekktastur fyrir þýðingar sínar á skáldsögum Knuts Hamsun. Halldór Laxness kallaði hann „doktor og meistara íslenskrar tungu“. Og hélt áfram: „Honum var léð slík list, að hann þurfti ekki á að halda nema hinum einföldustu og alþýðlegustu orðum til þess að mál hans yrði að dýrum skáldskap“. [1]

Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1906, stundaði síðan nám í norrænum fræðum við háskólann í Kaupmannahöfn, en hvarf brátt að öðrum störfum. Hann var ritari í skrifstofu stjórnarráðs Íslands í Kaupmannahöfn 1909-1912 og fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu 1912-1915. Á árinu 1916 gerðist hann starfsmaður í skrifstofu Alþingis og vann þar um 40 ára skeið, var skrifstofustjóri frá 1921, en lét af þeim störfum sökum aldurs á miðju ári 1956.

Tilvísanir

breyta
  1. Morgunblaðið 1968

Tenglar

breyta
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.