Strætisvagnar Reykjavíkur
Strætisvagnar Reykjavíkur var fyrirtæki sem rak strætisvagnaþjónustu í Reykjavík frá 1931 til 2001 þegar það gekk inn í byggðasamlagið Strætó bs. Fyrsti vagninn var yfirbyggður Studebaker og hóf akstur 31. október 1931. Upphaflega var félagið hlutafélag í einkaeigu, en með bæði stofn- og rekstrarstyrk frá Reykjavíkurbæ. Reksturinn var lengi erfiður og árið 1944 keypti bærinn félagið og 20 vagna þess.