1345
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1345 (MCCCXLV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Mikill frostavetur og mátti ríða á ísum víða kringum land.
- Elstu heimildir um Lagarfljótsorminn.
- Ormur Ásláksson Hólabiskup setti Eirík bolla af sem ábóta á Þingeyrum.
- Stefán Gunnlaugsson, sem verið hafði ábóti á Munkaþverá, fluttist í Þingeyraklaustur og varð ábóti þar.
- Bergur Sokkason varð ábóti í Munkaþverárklaustri öðru sinni.
- Þorsteinn Snorrason varð ábóti í Helgafellsklaustri.
- Ormur Ásláksson Hólabiskup fór til Noregs til þess að reyna að styrkja stöðu sína í deilum sínum við norðlenska bændur.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 16. september - Jóhann 5. varð hertogi af Bretagne, fimm ára að aldri, en móðir hans, Jóhanna af Flæmingjalandi, stýrði Montfort-arminum í Bretónska erfðastríðinu þar til hann varð fullveðja.
- 18. september - Andrés hertogi af Kalabríu var myrtur í Napólí.
- Alfons 11. Kastilíukonungur settist um múslimsku borgina Granada en varð frá að hverfa.
- Lokið var við byggingu Notre Dame, sem hófst 1163.
Fædd
- 25. mars - Blanka af Lancaster, eiginkona John af Gaunt og móðir Hinriks 4. (f. 1369).
- 31. október - Fernardó 1. Portúgalskonungur (d. 1383).
- Karl 3. Napólíkonungur (d. 1386).
Dáin
- 16. september - Jóhann 4. af Montfort, hertogi af Bretagne (f. 1295).