Kommúnistaflokkur Íslands

(Endurbeint frá Kommúnistaflokkurinn)

Kommúnistaflokkur Íslands var íslenskur stjórnmálaflokkur sem starfaði á árunum 1930–1938 eftir að hafa klofið sig úr Alþýðuflokknum. Brynjólfur Bjarnason var eini formaður flokksins. Kommúnistarnir stofnuðu ásamt Héðni Valdimarssyni og öðrum fylgismönnum hans úr Alþýðuflokknum Sameiningarflokk alþýðu Sósíalistaflokkinn 1938.

Kommúnistaflokkurinn var formlega hluti af alþjóðasamtökum kommúnista, Komintern. Verklýðsblaðið var lengst af málgagn flokksins.

Stofnun Kommúnistaflokksins breyta

Kommúnistaflokkurinn var stofnaður í Fjalakettinum um 29. nóvember 1930, en á sama tíma stóð yfir þing Alþýðusambandsins í Iðnó. Jónas Guðmundsson, kennari, verkálýðsleiðtogi og meðlimur Alþýðuflokksins, segir svo frá í Morgunblaðsviðtali árið 1958:

 
Ég man t.d. vel eftir því, þegar kommúnistaflokkurinn var stofnaður hér í Reykjavík 1930. Þá um haustið stóð yfir þing Alþýðusambandsins, nokkrir fulltrúanna tóku höndum saman og stofnuðu flokkinn, en hafa vafalaust verið búnir að undirbúa það löngu áður. Þegar fundurinn var nýbyrjaður eitt kvöld, komu kommúnistar marserandi undir rauðum fána frá Fjalakettinum, þar sem flokkurinn hafði verið stofnaður, og héldu rakleiðis niður í Iðnó þar sem við sátum á fundi, hrintu upp hurðinni, ruddust inn og lýstu því yfir, að þeir væru hættir þáttöku í þinginu. Það varð uppi fótur og fit í salnum.
 
 
— Jónas Guðmundsson[1]
Alþingiskosningar
Kosningar % atkvæða þingsæti
1931 3,0 0
1933 7,5 0
1934 6,0 0
1937 8,5 3

Tengt efni breyta

Heimildir breyta

Tenglar breyta

   Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.