Þriðja ríkið
Þriðja ríkið (stundum kallað Þýskaland Hitlers) var Þýskaland undir flokksræði nasista og leiðtoga þeirra Adolfs Hitlers 1933 til 1945. „Þriðja“ vísar til þess að Þýska keisaradæmið var „annað ríkið“ og hið Heilaga rómverska ríki „fyrsta ríkið“.
Þýska ríkið | |
Deutsches Reich | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: „Das Lied der Deutschen“ („Söngur Þjóðverjanna“) „Horst-Wessel-Lied“[a] („Horst Wessel-söngurinn“) | |
![]() | |
Höfuðborg | Berlín |
Opinbert tungumál | Þýska |
Stjórnarfar | Einingarríki, flokksræði, alræði, fasískt einræði
|
Þjóðhöfðingi | Paul von Hindenburg[b] (1933–1934) Adolf Hitler[c] (1934-1945) Karl Dönitz[b] (1945) |
Kanslari | Adolf Hitler (1933-1945) Joseph Goebbels[d] (1945) Lutz Schwerin von Krosigk[e] (1945) |
Saga | |
• Valdataka nasista | 30. janúar 1933 |
• Neyðarlög virkjuð | 23. mars 1933 |
• Nürnberg-lögin | 15. september 1935 |
• Anschluss | 12./13. mars 1938 |
• Innrásin í Pólland | 1. september 1939 |
• Dauði Hitlers | 30. apríl 1945 |
• Fall Berlínar | 2. maí 1945 |
• Uppgjöf | 8. maí 1945 |
• Flensborgarstjórnin handtekin | 23. maí 1945 |
• Berlínaryfirlýsingin | 5. júní 1945 |
Flatarmál • Samtals |
633.786 km² |
Gjaldmiðill | Mark |
Ekið er | Hægra megin |
Undir stjórn nasista rak Þýskaland útþenslustefnu í nafni kenningarinnar um landrými (Lebensraum) og ofsótti Gyðinga og önnur þjóðarbrot innan ríkisins á grundvelli hugmynda um arískan uppruna Þjóðverja og nauðsyn þess að viðhalda eða endurheimta „hreinleika“ kynþáttarins. Í nafni þessara hugsjóna stunduðu Þjóðverjar árásargjarna utanríkisstefnu og lögðu nágrannalönd sín undir sig með hervaldi á fyrstu árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Bæði í Þýskalandi og hinum hernumdu löndum var stunduð skipuleg einangrun og fjöldamorð á gyðingum, sígaunum, stríðsföngum, fötluðum, samkynhneigðum og fleiri hópum sem taldir voru ógnun við hinn aríska kynþátt. Morð á gyðingum voru svo víðtæk, kerfisbundin og skilvirk að þau eru nefnd helförin.
Þriðja ríkið náði hátindi sínum á fyrstu árum styrjaldarinnar og Þýskaland varð stórveldi í Evrópu um 1940. Eftir ósigur Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni var Þýskaland og stór hluti Evrópu í rúst og landinu var skipt í tvö ríki: Vestur-Þýskaland og Austur-Þýskaland, sem saman náðu yfir mun minna landsvæði en Þýskaland gerði fyrir styrjöldina. Prússland leið formlega undir lok sem sérstakt fylki. Þýsku ríkin tvö sameinuðust svo á ný árið 1990.
Heiti
breytaOpinbert heiti ríkisins var „þýska ríkið“ (þýska: Deutsches Reich) og seinna „stórþýska ríkið“ (Großdeutsches Reich) eftir 1943. Nasistar töluðu gjarnan um „þúsund ára ríkið“ (Tausendjähriges Reich)[1] eða „þriðja ríkið“ (Drittes Reich). Síðastnefnda heitið kemur upphaflega úr bók eftir Arthur Moeller van den Bruck frá 1923,[2] þar sem Heilaga rómverska ríkið (962–1806) er kallað „fyrsta ríkið“ og Þýska keisaradæmið (1871–1918) „annað ríkið“.[3]
Á íslensku hefur ríkið oft verið nefnt Þýskaland nasismans eða Þýskaland Hitlers.
Stjórnmál
breytaStjórnsýsla
breytaHitler kom á alræði í Þýskalandi sem byggðist á foringjalögmálinu (Führerprinzip) þar sem ætlast var til algjörrar hlýðni undirmanna. Hann leit á stjórnina sem píramída þar sem hann sjálfur, hinn óskeikuli leiðtogi, sæti á toppnum. Stöðuveitingar innan flokksins byggðust ekki á kosningum heldur var fólk skipað í stöður sínar af hærra settum yfirmönnum.[4] Flokkurinn notaði áróður til að ýta undir persónudýrkun Hitlers.[5] Margir sagnfræðingar hafa lagt áherslu á ræðumennskuhæfileika Hitlers.[6] Leiðtogafræðingurinn Roger Gill segir til dæmis að ræður Hitlers hafi nánast haft dáleiðandi áhrif á áheyrendur.[7]
Æðstu embættismenn ríkisins heyrðu beint undir Hitler og fylgdu stefnu hans, en nutu annars töluverðs sjálfstæðis.[8] Hitler ætlaðist til þess að embættismenn „ynnu til foringjans“: ættu frumkvæði að stefnumótun og aðgerðum sem samræmdust markmiðum flokksins og óskum Hitlers, án þess að hann sjálfur kæmi að daglegri ákvarðanatöku.[9] Stjórnsýslan einkenndist af óskipulegum flokkadráttum forystumanna flokksins, sem kepptust við að sanka að sér völdum og öðlast hylli foringjans.[10] Stjórnunarstíll Hitlers fólst í því að gefa mótsagnarkenndar skipanir til undirmanna og setja þá í stöður þar sem ábyrgðarsvið sköruðust við aðra undirmenn.[11] Þannig ól hann á tortryggni, samkeppni og valdabaráttu milli undirmanna til að tryggja og hámarka eigin völd.[12]
Með röð tilskipana milli 1933 og 1935 afnámu nasistar aðildarlönd Weimar-lýðveldisins (Länder) og skiptu þeim út fyrir nýja stjórnsýslueiningu, Gau, undir stjórn leiðtoga (Gauleiter) sem skipaður var af nasistaflokknum.[13] Breytingin gekk þó ekki að fullu í gegn og ýmis mál (til dæmis menntamál) heyrðu áfram undir aðildarlöndin. Útkoman var flókin stjórnsýsla þar sem lögsaga og ábyrgðarsvið sköruðust að verulegu leyti, sem var einkenni á stjórn nasista.[14]
Gyðingar í opinberum stöðum misstu vinnuna árið 1933, fyrir utan þá sem gegnt höfðu herþjónustu í fyrri heimsstyrjöld. Í stað þeirra voru flokksmenn eða eindregnir stuðningsmenn flokksins ráðnir.[15] Nasistavæðing landsins eða „samræmingarferlið“ (Gleichschaltung) fólst meðal annars í afnámi sveitarstjórnarkosninga árið 1935. Eftir það voru sveitarstjórar skipaðir beint af innanríkisráðuneytinu.[16]
Neðanmálsgreinar
breyta- ↑ Þann 12. júlí 1933 skipaði innanríkisráðherrann Wilhelm Frick að lagið Horst-Wessel-Lied skyldi ávallt spilað á eftir þjóðsöngnum, „Das Lied der Deutschen“, betur þekktum sem Deutschland Über Alles. Tümmler 2010, bls. 63
- ↑ 2,0 2,1 sem ríkisforseti
- ↑ sem foringi og ríkiskanslari (Führer und Reichskanzler)
- ↑ De jure frá 30. apríl til 1. maí.
- ↑ De jure frá 2. maí til 23. maí.
Tilvísanir
breyta- ↑ Shirer, William L. (1960). The Rise and Fall of the Third Reich. New York: Simon & Schuster. ISBN 978-0-671-62420-0.
- ↑ Butzer, Hermann (2003). „Das "Dritte Reich" im Dritten Reich: Der Topos "Drittes Reich" in der nationalsozialistischen Ideologie und Staatslehre“. Der Staat (þýska). 42 (4/2003): 600–627. JSTOR 43643554. Sótt 5 júní 2023.
- ↑ Lauryssens, Stan (1999). The Man Who Invented the Third Reich: The Life and Times of Arthur Moeller van den Bruck. Stroud: Sutton. ISBN 978-0-7509-1866-4.
- ↑ Kershaw 2008, bls. 170, 172, 181.
- ↑ Evans 2005, bls. 400.
- ↑ Kershaw 2008, bls. 105–106.
- ↑ Gill 2006, bls. 259.
- ↑ Kershaw 2001, bls. 253.
- ↑ Kershaw 2008, bls. 320–321.
- ↑ McElligott, Kirk & Kershaw 2003, bls. 6.
- ↑ Speer 1971, bls. 281.
- ↑ Manvell & Fraenkel 2007, bls. 29.
- ↑ Evans 2005, bls. 48–49.
- ↑ Freeman 1995, bls. 6.
- ↑ Evans 2005, bls. 14–15, 49.
- ↑ Evans 2005, bls. 49.
Heimildir
breyta- Evans, Richard J. (2005). The Third Reich in Power. New York: Penguin. ISBN 978-0-14-303790-3.
- Freeman, Michael J. (1995). Atlas of Nazi Germany: A Political, Economic, and Social Anatomy of the Third Reich. London; New York: Longman. ISBN 978-0-582-23924-1.
- Gill, Roger (2006). Theory and Practice of Leadership. London: SAGE Publications. ISBN 978-0-7619-7176-4.
- Kershaw, Ian (2001) [1987]. The "Hitler Myth": Image and Reality in the Third Reich. Oxford; New York: Oxford University Press. ISBN 978-0-19-280206-4.
- Kershaw, Ian (2008). Hitler: A Biography. New York: W. W. Norton & Company. ISBN 978-0-393-06757-6.
- Manvell, Roger; Fraenkel, Heinrich (2007) [1965]. Heinrich Himmler: The Sinister Life of the Head of the SS and Gestapo. London; New York: Greenhill; Skyhorse. ISBN 978-1-60239-178-9.
- McElligott, Anthony; Kirk, Tim; Kershaw, Ian (2003). Working Towards the Führer: Essays in Honour of Sir Ian Kershaw. Manchester: Manchester University Press. ISBN 978-0-7190-6732-7.
- Speer, Albert (1971) [1969]. Inside the Third Reich. New York: Avon. ISBN 978-0-380-00071-5.