John Evelyn
John Evelyn (31. október 1620 – 27. febrúar 1706) var enskur rithöfundur, garðyrkjumaður og dagbókarhöfundur. Dagbækur hans, sem ná að hluta yfir sama tímabil og dagbækur Samuel Pepys, eru ómetanlegar heimildir um menningu Englands á 17. öld. Evelyn varð þannig vitni að dauða Karls 1., stjórn Olivers Cromwells, Lundúnaplágunni og Lundúnabrunanum. Evelyn og Pepys áttu í bréfasambandi og mikið af þeim bréfum hefur varðveist. Auk dagbókanna skrifaði Evelyn fjölda bóka um ólík efni, svo sem guðfræði, myntfræði, stjórnmál, garðyrkju, byggingarlist og grænmetishyggju.