Hrekkjavaka

Hátíðisdagur haldin 31. október

Hrekkjavaka er hátíðisdagur haldin 31. október, ættaður frá keltum þar sem hann hét upphaflega Samhain (borið fram sánj á írsku). Þá voru færðar þakkir fyrir uppskeru sumarsinns og boðin koma vetursins.

Á hrekkjavöku eru oft opinberir staðir skreyttir með nornum, draugum og köngulóavefum.

Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween, sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en. Hallowe’en er svo stytting á nafninu All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir allraheilagramessu. Kirkjan flutti hátíðina allraheilagramessu til fyrsta nóvember til að reyna að taka yfir eldri heiðnar hátíðir á borð við Samhain og veturnætur.

SaganBreyta

 
Bálköstur kveiktur í tilefni hrekkjavöku.

Menn töldu tímann í vetrum og nóttum fremur en í árum og dögum áður fyrr. Veturinn, eins og nóttin, var talin oft koma fyrst; mánaðamót október og nóvember var því tími vetrarbyrjunar, og þar með nýárs. Sambærilegar hátíðir við Samhain á Írlandi og Skotlandi var til dæmis hátíðin veturnætur á Íslandi sem haldin var í lok október og var þá einnig haldið dísablót (disting) á Norðurlöndum á þessum sama tíma.

Upphaf vetrar og árs er það sem kallað er liminal tímabil, einskonar millibilsástand sem ríkir á tímum mikilla umskipta. Þá geta menn jafnvel skynjað handanheima; eða séð handanheimsverur, og geta spáð í framtíðina. Andar voru taldir vera á kreiki á Samhain, mörk heima hinna lifandi og hinna dauðu voru talin óljós þetta kvöld og draugar, nornir og aðrar óvættir voru taldar sveima um og voru því bálkestir kveiktir til að vernda hina lifandi. Fólk dulbjó sig til að þekkjast ekki og buðu óvættunum mat og drykk til að friðþægja þeim. Sambærilega trú um svona liminal tímabil má finna bæði tengda jólanótt og nýársnótt á Íslandi sem dæmi.

HefðirBreyta

 
Útskorin grasker með kertaljósi í.

Hefð myndaðist fyrir því að á hrekkjavöku væri brennandi kertum komið fyrir í útskornum næpum og á Írlandi og í Skotlandi tíðkaðist að kveikja bálkesti. Einnig fóru bæði unglingar og fullorðnir á milli húsa klæddir búningum með grímur og gerðu öðrum gjarnan einhvern grikk í leiðinni.

Þegar Írar og Skotar fluttust búferlum til Ameríku á 19. öld fluttist hrekkjavakan með þeim. Í Bandaríkjunum uxu aftur á móti grasker sem voru mun stærri en næpurnar og auðveldari að skera út. Þannig tóku graskerin við af næpunum sem tákn fyrir hrekkjavöku Bandaríkjamanna.

Leifar sumra gamalla hefða lifa ennþá í hrekkjavöku nútímans þar sem fólk klæðist grímubúningum og sjá má drauga og aðrar óvættir í skreytingum. Börn ganga oft á milli húsa og biðja um nammi og fái þau það ekki er viðkomandi hrekktur á einhvern hátt.

Siðir frá SkotlandiBreyta

Hvert keltneskt svæði hafði sína eigin siði, þeir voru þó að megninu til keimlíkir, einkum hvað varðar notkun elds.

EldsrauninBreyta

Eldurinn minnir á bálkestina sem kveiktir voru. Stöng var fest í loftið og neðan á henni voru epli og logandi kerti á sitthvorum endanum. Fólk reyndi síðan að bíta í eplið án þess að brenna sig. Á síðari tímum hefur kertið verið fjarlægt sökum hættunnar sem fylgir því og í stað eplis er oft að finna sætabrauð, eins og kleinuhring.

VatnsrauninBreyta

Gamlar sagnir segja frá för til Eplalandsins. Þessa er minnst í vatnsrauninni þar sem fólk keppist við að bíta í epli sem fljóta í vatni.

Tengt efniBreyta

HeimildirBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist