Rudolf „Putte“ Kock (29. júní 190131. október 1979) var sænskur knattspyrnu-, íshokkí- og bridsleikmaður sem vann bronsverðlaun á sumarólympíuleikunum 1924 sem fótboltamaður og var kosinn besti vinstri kantmaður í heimi eftir mótið. Auk þess spilaði hann tvo leiki fyrir sænska íshokkílandsliðið.

Rudolf við spilaborðið árið 1941 (forsíða sænska vikublaðsins Se)

Eftir að ferli hans lauk snemma vegna hnémeiðsla starfaði hann sem knattspyrnuþjálfari og þjálfaði sænska liðið Djurgårdens IF auk þess sem hann var eiginlegur landsliðsþjálfari Sænska knattspyrnulandsliðsins á árunum 1943 til 1956. Ásamt George Raynor vann hann til gullverðlauna á sumarólympíuleikana 1948 auk þess að vinna bronsverðlaun á HM í knattspyrnu 1950 og á sumarólympíuleikunum 1952.

Eftir feril sinn sem knattspyrnuþjálfari varð Kock mjög frægur og vel metinn íþróttalýsandi í sænsku sjónvarpi.

Heimildir

breyta