Eyjólfur Jónsson (ljósmyndari)
Eyjólfur Jónsson (31. október 1869 – 29. júní 1944) var klæðskeri, kaupmaður, bankastjóri og ljósmyndari á Seyðisfirði. Hann er þekktastur fyrir ljósmyndir sem sýna líf fólks á Seyðisfirði og í nærsveitum á uppgangstímanum um aldamótin 1900. Lítill hluti ljósmyndasafns hans er varðveittur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en hluti þess brann og miklu var auk þess fargað.[1]
Æviágrip
breytaEyjólfur fæddist á bænum Kóngsparti í Sandvík í Norðfjarðarhreppi. Eldri bróðir hans var Stefán Th. Jónsson, kaupmaður og útgerðarmaður á Seyðisfirði. Eyjólfur nam klæðskeraiðn í Stafangri í Noregi og síðan ljósmyndun í Kaupmannahöfn.[2] Hann stofnaði ljósmyndastofu á Seyðisfirði 1893 og rak þar klæðskeraverkstæði að auki. Hann var kosinn í bæjarstjórn 1897 og sat þar til 1937. Þegar Íslandsbanki var stofnaður 1904 varð hann útibússtjóri á Seyðisfirði. Hann var skipaður sænskur vararæðismaður fyrir Austurland árið 1921.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Eyjólfur Jónsson (1869-1944) - Svipmyndir frá Austurlandi“. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Sótt 18. desember 2014.
- ↑ Sig. Arngrímsson (1944). Minningarorð. Bankablaðið 2 tbl. (1. 12. 1944): 74-75. (Tímarit.is)