1815
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1815 (MDCCCXV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 10. júlí - Hið íslenska Biblíufélag var stofnað að hvata Skotans Ebenezer Henderson.
- Ríkisbankadalur tekinn upp sem gjaldmiðill á Íslandi.
- Castenskjöld stiftamtmaður settur af um stundarsakir og Ísleifur Einarsson settur í hans stað. Castenskjöld fékk þó embættið aftur ári síðar.
Fædd
- 2. ágúst - Helgi Sigurðsson, prestur og fornminjasafnari (d. 1888).
Dáin
- Ólafur Thorlacius riddari, verslunar- og útgerðarmaður á Bíldudal (f. 1762).
Erlendis
breyta- 3. janúar - Austurríki, Bretland og Frakkland mynduðu leynilegt varnarbandalag gegn Prússlandi og Rússlandi.
- 8. janúar - Orrustan um New Orleans. Bandarískur her undir stjórn Andrews Jackson hershöfðingja vann sigur á bresku innrásarliði. Bretar misstu um 2.000 hermenn meðan Bandaríkjamenn misstu aðeins 60.
- 3. febrúar - Fyrsta ostaverksmiðjan hóf starfsemi í Sviss.
- 18. febrúar - Stríði Bandaríkjanna og Breta sem kennt er við stríðið 1812 lauk.
- 26. febrúar - Napóleon Bónaparte slapp frá eynni Elbu, þar sem hann hafði verið í útlegð.
- 1. mars - Napóleon kom aftur til Frakklands.
- 16. mars - Vilhjálmur 1. varð konungur Hollands.
- 20. mars - Napóleon hélt innreið sína í París og hóf Hundrað daga stjórnartíma sinn.
- 5.-12. apríl - Eldgos í fjallinu Tambora í Hollensku Austur-Indíum (Indónesíu). Tindur fjallsins eyddist í gífurlegu sprengigosi og tugþúsundir manna létust í gosinu eða í kjölfar þess. Mikið magn gjósku barst út í andrúmsloftið og hafði áhrif á loftslag og veðurfar um heim allan. Talið er að meðallofthiti á jörðinni allri hafi lækkað nokkur næstu ár.
- 24. apríl - Serbía hóf uppreisn gegn Ottómanveldinu.
- 3. maí - Austurríkismenn unnu sigur á her konungsríkisins Napólí í orrustunni við Tolentino. Joachim Murat, konungur Napólí, flúði til Korsíku en var handsamaður þar og tekinn af lífi um haustið.
- 22. maí - Kristján Friðrik prins, síðar Kristján 8. Danakonungur, giftist síðari konu sinni, Karólínu Amalíu af Augustenborg.
- 9. júní - Vínarfundinum lauk. Þýska ríkjasambandið var stofnað í kjölfarið og Lúxemborg lýsti yfir sjálfstæði frá Frakklandi.
- 18. júní - Orrustan við Waterloo. Arthur Wellesley, hertogi af Wellington bar sigurorð af her Napóleons.
- 22. júní - Napóleon Bónaparte sagði af sér öðru sinni. Fjögurra ára sonur hans, Napóleon 2., var keisari í tvær vikur, til 7. júlí.
- 8. júlí - Loðvík 18. sneri aftur til Parísar og var útnefndur konungur Frakklands.
- 31. júlí - Norðmenn samþykktu ríkjasamband við Svíþjóð. Landið varð þó ekki hluti af sænska ríkinu eins og Finnland hafði verið.
- 15. október - Napóleon steig á land á Sankti Helenu og hóf útlegð sína þar.
- 20. nóvember - Napóleonsstyrjöldunum lauk formlega með öðrum Parísarsáttmálanum.
- Kornlögin voru sett á í Bretlandi til að hindra innflutning á korni.
Fædd
- 1. apríl - Otto von Bismarck, kanslari Þýskalands (d. 1898).
- 21. apríl - Louise Rasmussen (Danner greifaynja), þriðja kona Friðriks 7. Danakonungs (d. 1874).
- 24. apríl - Anthony Trollope, breskur rithöfundur (d. 1882).
- 18. júlí - Ludvig Holstein-Holsteinborg, danskur forsætisráðherra (d. 1892).
- 31. október - Karl Weierstrass, þýskur stærðfræðingur (d. 1897).
- 12. nóvember - Elizabeth Cady Stanton, bandarísk kvenréttindakona (d. 1902).
- 10. desember - Ada Lovelace, dóttir Byrons lávarðar (d. 1852).
Dáin
- 16. janúar - Emma, lafði Hamilton, ensk ástkona Nelson aðmíráls (f. 1765).
- 24. febrúar - Robert Fulton, bandarískur verkfræðingur og uppfinningamaður (f. 1765).
- 5. mars - Franz Anton Mesmer, austurrískur læknir (f. 1734).
- 13. október - Joachim Murat, franskur marskálkur og konungur Napólí, tekinn af lífi (f. 1767).
- 7. desember - Michel Ney, franskur marskálkur, tekinn af lífi (f. 1769).