Guðmundur Franklín Jónsson
Guðmundur Franklín Jónsson (fæddur 31. október 1963) er íslenskur viðskiptamaður og fyrrum stjórnmálamaður. Hann er menntaður í viðskipta- og hagfræði [1] og hefur meðal annars starfað sem verðbréfamiðlari í Bandaríkjunum og sem hótelstjóri í Danmörku. Hann er meðal annars andsnúinn þriðja orkupakkanum og Evrópusambandinu.
Guðmundur stofnaði stjórnmálaflokkinn Hægri grænir árið 2010 sem að bauð fram í alþingiskosningum 2013 og hlaut 1.7% fylgi. Þó var hann ekki kjörgengur vegna búsetu erlendis en var samt formaður flokksins.
Guðmundur Franklín gaf kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar árið 2016 en komst ekki á lista.[2]
Þann 20. mars 2016 tilkynnti Guðmundur Franklín að hann ætlaði að bjóða sig fram í forsetakosningunum 2016 en hann náði ekki tilskildum meðmælafjölda. Þann 23. apríl 2020 ákvað hann að bjóða sig fram til forseta í forsetakosningunum 2020 og var hann einn í framboði á móti sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni. Guðmundur Franklín hlaut 7,6% prósent atkvæða á meðan mótframbjóðandi hans hlaut 89,4% atkvæða.
Guðmundur tilkynnti þann 14. október 2020 að hann hyggðist gefa kost á sér í alþingiskosningum 2021 undir formerkjum nýs flokks, Frjálslynda lýðræðisflokksins.[3] Flokkur bauð fram í öllum sex kjördæmum og var Guðmundur Franklín formaður flokksins og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkurinn hlaut einungis 0,4% greiddra atkvæða og daginn eftir kosningarnar ákvað Guðmundur Franklín að hætta öllum afskiptum af stjórnmálum.
Tilvísanir
breyta- ↑ Ævintýramaðurinn sem vill verða forseti ÍslandsVísir. skoðað, 26. maí 2020
- ↑ Guðmundur Franklín í prófkjör Ruv.is, skoðað 26. maí 2020
- ↑ Sunna Kristín Hilmarsdóttir (14. október 2020). „Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn býður fram til Alþingis“. Vísir. Sótt 14. október 2020.