Friðrik 2. Prússakonungur

(Endurbeint frá Friðrik mikli)

Friðrik 2. (24. janúar 171217. ágúst 1786), nefndur hinn mikli, var leiðtogi Prússlands 17401786. Friðrik var sonur Friðriks Vilhjálms 1. Reglur lénskerfisins ollu því að Friðrik var 1740-1772 konungur í Prússlandi og 1772 til dauðadags konungur Prússlands.

Friðrik mikli.
Stytta af Friðriki mikla á hestbaki við Unter den Linden-breiðgötuna í Berlín.

Friðriks er minnst sem mikils listunnanda. Hann var m.a. í talsverðum samskiptum við Voltaire. Friðrik flokkast undir upplýstan einvald og stóð fyrir miklum framförum í Prússlandi meðal annars á sviði menntunar og lista.

Á valdatíma Friðriks stóð Prússland í talsverðum ófriði við önnur evrópsk veldi og á valdatíma hans varð Slésía hluti af Prússlandi.

Friðrik hvílir á Sanssouci-hallarsvæðinu í Potsdam í núverandi sambandslandinu Brandenborg.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist