1350
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1350 (MCCCL í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Engin skip komu til Íslands frá Noregi vegna Svarta dauða.
- Ólafur Bjarnarson varð hirðstjóri yfir allt Ísland.
- Arngrímur Brandsson varð ábóti í Þingeyraklaustri.
Fædd
- Jón Hákonarson í Víðidalstungu, einn þeirra sem rituðu Flateyjarbók.
Dáin
- Bergur Sokkason, ábóti í Munkaþverárklaustri.
- Grímur Þorsteinsson, lögmaður.
- Stefán Gunnlaugsson, ábóti í Þingeyraklaustri og áður í Munkaþverárklaustri.
Erlendis
breyta- 23. maí - Stuðningsmenn Vilhjálms 5., greifa af Hollandi, stofnuðu Þorskabandalagið.
- 29. ágúst - Enskur floti sem Játvarður 3. stýrði sjálfur vann sigur á spænskum flota.
- 5. september - Íhaldssamir aðalsmenn í Hollandi stofnuðu Öngulbandalagið.
- Rudolf Brun, borgarstjóri í Zürich, lét leggja höfuðaðsetur andstæðinga sinna, bæinn Rapperswil, í auðn.
- Svarti dauði gekk um Svíþjóð og England. Annars er faraldrinum talið ljúka þetta ár víðast hvar í Evrópu.
- Svarta dauða varð fyrst vart í Skotlandi.
Fædd
- 13. apríl - Margrét 3., greifynja af Flæmingjalandi (d. 1405).
- 27. júní - Manúel 2. Palaíológos, Býsanskeisari (d. 1425).
- 27. desember - Jóhann 1., konungur Aragóníu (d. 1395).
- Bónifasíus IX, páfi (d. 1404).
Dáin
- 26. mars - Alfons 11., konungur Kastilíu (f. 1311).
- 3. apríl - Ottó 4., hertogi af Búrgund (f. 1295).
- 22. ágúst - Filippus 6. Frakkakonungur (f. 1293).
- Till Ugluspegill, þýskur hrekkjalómur (f. um 1300).