Stefán Ólafsson (f. 1619)

skáld og prestur

Stefán Ólafsson (um 161929. ágúst 1688) var skáld, prestur og prófastur í Vallanesi. Hann fæddist á Kirkjubæ í Hróarstungu, sonur síra Ólafs Einarssonar skálds en Einar Sigurðsson í Eydölum var afi hans. Stefán var ungur settur til mennta, fyrst í Skálholtsskóla en síðar í Kaupmannahafnarháskóla. Hann sökkti sér á þeim árum mjög niður í norræn fræði og þýddi meðal annars Völuspá á latínu. Eftir fimm ára dvöl í Kaupmannahöfn sneri Stefán aftur til Íslands sumarið 1648. Árið eftir varð hann prestur í Vallanesi og síðar prófastur og þar bjó hann til dauðadags. Stefán orti mikið, bæði sálma og veraldleg kvæði. Er sumt af skáldskap hans létt og lipurt, gjarnan ort við lög og ætlað til söngs.

Heimild

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.