Búdapest

Höfuðborg Ungverjalands

Búdapest er höfuðborg Ungverjalands og jafnframt miðpunktur, stjórnmála, menningar, viðskipta, iðnaðar og samgangna fyrir Ungverjaland í heild sinni. Árið 1873 sameinuðust borgirnar á bökkum Dónár, Buda og Óbuda á hægri bakkanum, þeim vestari, og Pest á vinstri bakkanum, þeim eystri í eina borg, Búdapest. Nú er borgin sú sjötta stærsta innan Evrópusambandisns. Tæp 1,8 milljón manns 2017) búa í borginni sem er nokkru færri en á hátindi íbúafjöldans um miðjan níunda áratug 20. aldar en þá bjuggu rúmlega 2,1 milljón manns í borginni.

Búdapest
Þinghúsið
Þinghúsið
Fáni Búdapest
Skjaldarmerki Búdapest
Búdapest er staðsett í Ungverjalandi
Búdapest
Búdapest
Staðsetning í Ungverjalandi
Hnit: 47°29′33″N 19°03′05″A / 47.49250°N 19.05139°A / 47.49250; 19.05139
Land Ungverjaland
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriGergely Karácsony
Flatarmál
 • Samtals525,2 km2
Hæsti punktur

(János-hegy)
572 m
Lægsti punktur96 m
Mannfjöldi
 (2023)
 • Samtals1.671.004
 • Þéttleiki3.200/km2
TímabeltiUTC+1 (CET)
 • SumartímiUTC+2 (CEST)
Póstnúmer
1011–1239
Svæðisnúmer1
ISO 3166 kóðiHU-BU
Vefsíðabudapestinfo.hu/en
Búdapest af Gellért Hæð, horft til norðurs

Rómverjar reistu bæinn Aquincum, 89 e.Kr. á grunni fornra keltneskrar byggðar nærri því sem síðar varð Óbuda, frá 106 fram undir lok 4. aldar e. Kr. var bærinn miðpunktur svæðisins sem kallaðist lægri Pannonia. Pest varð vettvangur Contra Aquincum (ellegar Trans Aquincum), staðar af minna mikilvægi. Nafnið Pest (eða Peshta) er talið upprunnið af tyrknesku tungumáli. Svæðið varð heimahagar ýmsra slavneskra hópa.

 
Þinghúsið
 
Széchenyi Keðjubrúin

Í kringum árið 900 komu Ungverjar austan úr mið-Asíu og settust að þar sem nú er Ungverjaland og stofnuðu konungsríkið Ungverjaland einni öld síðar. Endurbygging Pest gekk fljótt fyrir sig að aflokinni innrás Mongóla árið 1241, en Buda, varð höfuðborg Ungverjalands árið 1361.

Yfirtaka Tyrkjaveldis á mestöllu Ungverjalandi á 16. öld tafði vöxt borganna, en þær féllu Tyrkjum í skaut árið 1541. Austurríki undir stjórn Habsborgara endurheimti borgirnar 1686 en frá 1526 höfðu Habsborgararnir jafnframt verið konungar Ungverjalands, þótt þeir hefðu misst yfirráð yfir landinu að mestu.

Pest óx hraðar á 18. og 19. öld. Meðan íbúafjöldi Pest tuttugufaldaðist fimmfaldaðist íbuafjöldinn einungis hinumeginn Dóná.

Ungverjar komu á fót byltingarstjórn árið 1849 og voru ekki hrifnir af endurreisn Habsborgaravalds og fengu loks sjálfstjórn innan Austurríska-Ungverska keisaradæmisins. Samanlagður íbúafjöldi borganna sjöfaldaðist frá 1840 til 1900 og varð 730.000 manns.

Á tuttugustu öldinni var mestur vöxtur í úthverfum borgarinnar, sérstaklega í Újpest og Kispest, með auknum hlut borgarinnar í iðnaðarframleiðslu landsins. Mannfall Ungverja í Fyrri heimsstyrjöldinni og missir tveggja þriðju landsvæðis síns tafði vöxtinn einungis um stundarsakir, en Búdapest var orðin höfuðborg í smærra en fullvalda ríki. Árið 1930 var íbúatalan komin í eina milljón og því til viðbótar bjuggu 400.000 manns í úthverfum.

Milli 20% og 40% af 250,000 gyðingum í Búdapest féllu fyrir Nasistum og Boga kross-hreinsunum 1944 og 1945. [1], [2] Engu að síður er Búdapest með hæsta hlutfall gyðinga af evrópskum borgum [heimild vantar].

1. janúar 1950, var landsvæði Búdapest stækkað umtalsvert. Borgin bætti fyrir skaðann sem hún hlaut í umsátri Sovétmanna 1944 á sjötta og sjöunda áratugnum og var með því skólabókardæmi um nýtanleika í byggingarstíl fremur en fegurð, sem var afleiðing kommúnistastjórnarinnar (1947–1989) upp frá 1960.

Íbúaþróun

breyta
 
Population Graph

Hverfi Búdapest

breyta
 
 
St. Stephen's Basilica, Pest

Upphaflega voru hverfin 10 við sameiningu borganna þriggja 1873. 1950 var Búdapest sameinuð nokkrum nágrannasveitarfélögum og hverfin urðu 22. Nú eru hverfin 23, 6 í Buda, 16 í Pest and 1 á eyjunni milli þeirra.

Allar aðalbrautir Ungverjalands liggja til Búdapest. milli 1990-1994, voru götunöfn færð til fyrra horfs, þess sem þekktist á síðari hluta 19. aldar, kommúnískum nöfnum var hafnað.

 
Budapest Keleti (Eystri) Lestarstöðin
 
Budapest Funicular

Neðanjarðarlestir

breyta

Neðanjarðarlestakerfi Búdapest, Metro, er næst elsta kerfi sinnar tegundar í Evrópu. Upprunalega leiðin er merkt M1 ellegar kölluð gula leiðin. Hún var endurgerð til að þjóna áhugamönnum um söguna. M2 (rauð) og M3 (blá), voru teknar í notkun síðar. M4 og M5 voru byggðar síðar.

Tenglar

breyta

Fyrir ferðamenn

breyta

(please translate the link name, its necessary for turists)

Myndasöfn

breyta

Ýmisleg

breyta