1484
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1484 (MCDLXXXIV í rómverskum tölum)
Atburðir
breyta- Finnbogi Jónsson varð lögmaður norðan og vestan.
- Básendar urðu verslunarstaður (hugsanlega þó fyrr).
- Samkvæmt manntali í ensku borginni Bristol þetta ár voru þá 48 eða 49 Íslendingar þar vinnumenn eða þjónar.
Fædd
- Jón Arason, Hólabiskup (d. 1550).
Dáin
Erlendis
breyta- 29. ágúst - Innósentíus VIII (Giovanni Battista Cybo) varð páfi.
- 5. desember - Innósentíus VIII páfi gaf rannsóknarréttinum skipun um að elta uppi villutrúarmenn og nornir í Þýskalandi undir leiðsögn dóminíkanamunkanna Heinrichs Kramer og Jacobs Sprenger og lagði þannig í fyrsta sinn galdur og villutrú að jöfnu.
- Vilhjálmur Caxton, fyrsti enski prentarinn, prentaði Dæmisögur Esóps.
- Portúgalski sæfarinn Diogo Cão fékk fyrirmæli um að sigla eins langt suður og hann kæmist. Hann sigldi suður með Afríku og fann mynni Kongófljóts.
- Portúgalskonungur skipaði nefnd stærðfræðinga sem fékk það hlutverk að gera töflur sem auðvelduðu sjómönnum að finna breiddarbauginn.
Fædd
- 1. janúar - Ulrich Zwingli, svissneskur siðbótarmaður (d. 1531).
- Anna af Foix, drottning Ungverjalands (d. 1506)
Dáin