Ísabella af Gloucester

Ísabella af Gloucester (um 117314. október 1217) var fyrri kona Jóhanns landlausa Englandskonungs en hann fékk hjónaband þeirra gert ógilt um það leyti sem hann varð konungur og hún er yfirleitt ekki talin með drottningum Englands. Nafn hennar er raunar óvíst því hún er kölluð ýmsum nöfnum í heimildum.

Ísabella var af Normandíætt, dóttir William Fitz Robert, jarls af Gloucester, en faðir hans, Róbert jarl af Gloucester, var óskilgetinn sonur Hinriks 1. Englandskonungs. Hún giftist Jóhanni 29. ágúst 1189 og hann fékk þá titilinn jarl af Gloucester. Tíu árum síðar lét hann ógilda hjónabandið vegna skyldleika þeirra en þau voru þremenningar. Þau áttu engin börn saman.

Ísabella giftist ekki aftur fyrr en 20. janúar 1214 og var maður hennar Geoffrey Fitz Geoffrey de Mandeville, jarl af Essex, sem var um átján árum yngri en hún. Hann dó 1216 en ári síðar, í september 1217, giftist Ísabella í þriðja sinn, Hugh de Burg, sem síðar var gerður jarl af Kent. Hún dó mánuði eftir brúðkaupið.

Heimildir breyta