Jean-Baptiste Colbert

Jean-Baptiste Colbert (29. ágúst 16196. september 1683) var fjármálaráðherra Loðvíks 14. Frakkakonungs. Hann er talinn vera áhrifamesti merkanílistinn og jafnframt aðalfrumkvöðull þeirrar stefnu. Colbert efldi miðstýringu í efnahagsmálum og kom á opinberu efnahagseftirliti. Einnig endurbætti hann skattakerfið. Hann styrkti handiðnað, afnam tollamúra innanlands, samræmdi mynt, mál og vog og bætti samgöngur. Í hans tíð varð Frakkland eitt mesta flotaveldi heims og eignaðist ýmsar nýlendur í Ameríku. Stefna hans olli straumhvörfum í Evrópu en óhófsemi hirðarinnar í Frakklandi dró mjög úr árangri af henni heima fyrir.

Jean-Baptiste Colbert

Æviágrip breyta

Jean-Baptiste Colbert ólst upp í kaupmannafjölskyldu í Reims, í Champagne-héraði í Frakklandi. Árið 1629 flutti fjölskylda hans til Parísar þar sem faðir hans vonaðist um að hefja nýjan feril í fjármálum. [1]

Colbert vann undir Richelieu kardináli, La Tellier (utanríkisráðherra Frakklands) og Jules Mazarin (forsetisráðherra Frakklands). Eftir að Jules Mazarin lést árið 1661 vann hann með Loðvík 14. konungi og skipaði hann Colbert sem fjármálaráðherra Frakklands. Þar var Colbert í forsvari fyrir efnahagsstefnu Frakklands.[1]

Kenningar og framlög til hagfræðinnar breyta

Jean-Baptiste Colbert trúði á kenningu Merkantílismi að útþensla viðskipta væri megin þáttur í ríkisauði. Þar þróaði hann kenninguna Colbertisma sem var öll miðuð í þessa átt.[1]

Jean-Baptiste Colbert dekraði við einokunarfyrirtækin sín, sem hann átti þátt í að stofna, stofnaði viðskiptaráð, stýrði fjármagni að útflutningsiðnaði og iðngreinum sem framleiddu vörur í samkeppni við innflutning. Hann kom upp kerfi tolla og innflutningsgjalda til að vernda iðnað innanlands og setti viðskiptahindranir á kaupum af erlendum kaupmönnum við franskar nýlendur. [1]

Colbert hafði engan áhuga á innlendum viðskiptum og taldi hann þau viðskipti gera ekkert fyrir ríkisauðinn. Afleiðingar þess voru þær að franskir bændur og smáframleiðendur gleymdust á meðan stór kaupmannafélög stækkuðu ennþá meira. Hann setti takmarkanir á innanríkistolla á vöruflutningum milli landsvæða og með því styrktist toll- og skattkerfi Frakklands. En forréttindamenn og klerkar voru með undanþágu á skattlagningum, auk þess fengu nýjar iðngreinar, sem Colbert hjálpaði við að stofna, styrki og leiddi það til að skattbyrðin endaði öll mestmegnis hjá frönskum bændum og smáframleiðendum. Hvatning Colberts til útflutningsiðnaðar breytti allri landnotkun þar sem á sumum svæðum Frakklands ríkti mikill matarskortur. [1]

Eftir að Colbert lést árið 1683 hóf röð styrjalda næstu þrjá áratugi. Árið 1715 var franska ríkið gjaldþrota og tóku Fleury kardínáli og Philibert Orry upp stefnu Colberts á ný, ný-colbertismi.[1]

Seint á 18. öld héldu þeir ný-colbertistar fram að stefnurnar hans Colberts væru í heildina réttar. Þeir töldu að eina sem þurfti að laga væri að koma innra hagkerfinu í gott skipulag með því að losa sig við miðaldatakmarkanir, hagræða stjórnvöld og réttlæta ríkisfjármálabyrðina. En franskir frjálshyggjumenn töldu að hugmyndir Colberts væru kolrangar og ætti að forðast þær. Spennan sem skapaðist af anti-colbertisma og vanhæfni eftirmanna Colberts var ein af undirliggjandi orsökum frönsku byltingarinnar 1789.[1]

Colbertismi breyta

Colbertismi er frönsk útgáfa af merkantilísma. Hann varð til út frá stjórnmála- og ríkisfjármálunum í Frakklandi og hann er meira samansafn af hagkvæmum aðferðum í stað kenninga eða efnahagslegra hugsana.[2] Colbert taldi að efnahagur og auður Frakklands ætti að þjóna ríkinu og að ríkisafskipti væru nauðsynleg til að tryggja stóran hlut af takmörkuðum auðlindum í landinu. Markmið Colberts með Colbertismanum var að bæta skattkerfið þar sem að skattbyrði getur aukið auð þjóðarinnar og einnig að bæta verslun og iðnaðinn.[3]

Endurbæting á skattkerfinu breyta

Colbert lagði mikið í að endurbæta skattkerfið þar sem hann taldi að það þurfti að gera breytingar á því hvernig skattlagt væri á einstaklinga. Skattkerfið var þannig að það var lagður skattur á einstaklinga sem kallaðist “taille” og konungurinn fékk nánast allann þann skatt greiddann til sín. Skatturinn var ekki hlutfall af tekjum eins og við þekkjum í dag heldur var ákveðin upphæð ákvörðuð í hverju héraði fyrir árið af konungsráðinu og upphæð skattsins var byggð á persónulegum auði fólks. Eitt af því sem Colbert gagnrýndi í tengslum við skattkerfið var það að það voru menn undanþegnir sköttunum. Skatturinn var einungis greiddur af almenningi sem átti minna en þriðjung jarðarinnar.[4] Því ákvað hann að gera skattinn minna kúgandi og hann vildi skattleggja alla þá sem ætti að skattleggja. Hann endurskoðaði þá sem voru undanskildir skattinum og fékk því fleiri til þess að greiða skatt sem leiddi til þess að tekjurnar jukust hjá ríkinu.[3]

Iðnaðarstefna breyta

Colbert vildi að Frakkland ætti vera sjálfbær þjóð og ekki háð innflutningi frá öðrum þjóðum. Kaupauðgisstefnan var háð stofnun nýlenda og kaupskipaflotum til að efla viðskipti. Colbert trúði að Frakkland ætti að flytja út bestu gæði hvers vöru og til þess þyrfti að framfylgja reglugerðum sem Colbert setti fram.[5] Í fyrsta lagi vildi hann einfalda iðnframleiðslu og það leiddi til hækkun á hagnaði þar sem óhagkvæmar iðngreinar voru felldar niður. Í öðru lagi vildi Colbert vernda neytendur svo þeir myndu kaupa franskar vörur og þar með haldast tekjurnar innanlands. Hann var einnig talsmaður þess að leiðrétta verð ef þörf væri á. Að lokum sagði Colbert að þessar reglugerðir viðhalda gæðum sem myndu halda og auka sölu.[4]

Til að viðhalda sjálfbærni Frakklands taldi Colbert nauðsynlegt að hjálpa nýjum hagkvæmum iðngreinum. Hann veitti nýjum textílverksmiðjum sérstaka athygli vegna margra Frakka sem fluttu inn dúka frá Hollandi, Englandi og Spáni. Textílframleiðendur fengu þar að leiðandi meiri fríðindi en aðrar atvinnugreinar, eins og til dæmis skattalækkanir. [4]Af þeim sökum stofnaði Colbert ráð fyrir ríkisafskipti á efnahagsþróun. Síðan þegar nýjar iðngreinar urðu stöðugar á markaði dró Colbert alla aðstoð til baka á þeirri forsendu að hæfur iðnaður getur lifað af á markaði í samkeppni við önnur sambærilegar iðngreinar.[5]

Til að hafa stjórn á öllum iðngreinum stofnaði Colbert gildakerfi. Gildin gerði það að verkum að þau höfðu taumhald á iðngreinum og var sett fram hundruði reglna og reglugerða. Til dæmis árið 1666 byrjaði Colbert staðal fyrir dúkabreidd þar sem það var refsing fyrir að dúkur reyndist vera af annarri breidd. Reglurnar leidd voru atvinnurekendur sem reyndu að yfirgefa landið til að framleiða í hagkvæmari og regluminna umhverfi en þeir voru fangelsaðir í nokkur ár sem refsing.[4]   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 „Jean Baptiste Colbert“. www.hetwebsite.net. Sótt 10. október 2022.
  2. „The Colbertistes“. www.hetwebsite.net. Sótt 30. október 2022.
  3. 3,0 3,1 „Jean-Baptiste Colbert“, Wikipedia (enska), 17. október 2022, sótt 30. október 2022
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 Kurtzleben, Jeri (1997). „The Economic Policies of Jean-Baptiste Colbert“. Vol.9: No. 3, Article 4. Sótt 2022.
  5. 5,0 5,1 Minard, Philippe (2008). „Economie de marché et Etat en France : mythes et légendes du colbertisme“. L Economie politique (franska). n° 37 (1): 77. doi:10.3917/leco.037.0077. ISSN 1293-6146.