Erpur Eyvindarson

Erpur Þórólfur Eyvindarson (fæddur 29. ágúst 1977) einnig þekktur sem Blaz Roca og Johnny National, er íslenskur rappari, myndlistamaður og sjónvarpsmaður.

Erpur Eyvindarsson á minningartónleikum Rúnars Júlíussonar.

Hann er einn liðsmaður hljómsveitarinnar XXX Rottweilerhunda. Hann var með þættina Íslensk kjötsúpa, Johnny International og Johnny Naz á Skjá einum. Þá kom hann fram í Loga í beinni veturinn 2009 auk þess sem hann vann að Steindanum okkar vorið 2010 (ásamt Steinþóri Hróari Steinþórssyni). Erpur sá einnig stöku sinnum um útvarpsþáttinn Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu 977. Hann gaf út sólódiskinn Kópacabana árið 2010 en platan hlaut gullsölu.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


SkífurBreyta

  • Hæsta hendin (2005)
  • Kópacabana (2010)