Gunnar G. Schram
Gunnar G. Schram (20. febrúar 1931- 29. ágúst 2004) var lagaprófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi alþingismaður.
Gunnar fæddist á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1950 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1956. Hann stundaði framhaldsnám í þjóðarétti við Max Planck-stofnunina í Heidelberg í Þýskalandi 1957–1958 og við Cambridge-háskóla í Englandi, Sidney Sussex College 1958-1960. Hann lauk doktorsprófi í þjóðarétti við Cambridge árið 1961.
Gunnar varð lektor við lagadeild Háskóla Íslands árið 1970 og var skipaður prófessor árið 1974, starfi sem hann gegndi til ársins 2001. Gunnar var einnig blaðamaður á Morgunblaðinu á háskólaárunum og frá 1956-1957. Hann var ritstjóri Vísis 1961-1966. Gunnar réðst til starfa í utanríkisráðuneytinu1966 þar sem hann var deildarstjóri ásamt því að vera ráðunautur í þjóðarétti. Hann var ráðunautur stjórnarskrárnefndar 1975-1983. Gunnar var kjörinn alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjördæmi 1983-1987 og varaþingmaður 1987-1991.
Helstu rit
breyta- 1969 Lögfræðihandbókin: meginatriði persónu-, sifja- og erfðaréttar, með skýringum fyrir almenning
- 1970 Læknar segja frá : úr lífi og starfi átta þjóðkunnra lækna
- 1971 Tryggingahandbókin : meginatriði löggjafarinnar um almannatryggingar og hinar frjálsu tryggingar
- 1975 Auðlindalögsagan, landgrunnið og mengun hafsins : þrír fyrirlestrar um hafréttarmálin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna
- 1977 Um endurskoðun stjórnarskrárinnar
- 1985 Umhverfisréttur : um verndun náttúru Íslands
- 1988 Verndun hafsins : hafréttarsáttmálinn og íslensk lög
- 1994 Starfshættir Alþingis: handrit til kennslu við lagadeild Háskóla Íslands
- 1997 Stjórnskipunarréttur
- 2001 Hafréttur