Jóhannes skírari var farandtrúboði af gyðingaættum[1] sem var uppi á fyrstu öld e. Kr. Hann er mikilvæg persóna[2] í kristni, íslam og Bahá'í-trú[3] Í öllum þessum trúarbrögðum er hann talinn spámaður og í mörgum kristnum trúarhópum er hann heiðraður sem dýrlingur.

Málverk af Jóhannesi skírara eftir Leonardo da Vinci.

Jóhannes notaði skírn sem megintákn[4] trúarhreyfingarinnar sem hann boðaði. Almennt er talið að Jóhannes hafi skírt Jesús.[5][6] Sumir fræðimenn telja að Jesús hefi verið fylgimaður eða lærisveinn Jóhannesar.[7][8][9] Þessi kenning stangast nokkuð á við orð Jóhannesar sjálfs í trúarritum, en þó er minnst á það í Nýja testamentinu að sumir af fyrstu stuðningsmönnum Jesú hafi verið fylgimenn Jóhannesar þar áður.[10] Sagnfræðingurinn Jósefos Flavíos minnist einnig á Jóhannes í ritum sínum.[11] Sumir fræðimenn halda ennfremur að Jóhannes hafi verið undir áhrifum frá meinlætamanninum Essenes, sem átti von á dómsdegi og framkvæmdi athafnir sem svipaði mjög til skírnar.[12][13]

Samkvæmt Nýja testamentinu átti Jóhannes von á komu frelsara sem yrði merkari en hann sjálfur.[14] Kristnir menn líta almennt á Jóhannes sem forvera eða forboða Jesú.[15]

Samkvæmt Matteusarguðspjalli Nýja testamentsins var Jóhannes skírari líflátinn að tilskipan Heródesar Antípasar konungs. Um aftöku hans segir:

En Heródes hafði látið taka Jóhannes höndum, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródíasar, konu Filippusar bróður síns, því Jóhannes hafði sagt við hann: „Þú mátt ekki eiga hana“. Heródes vildi deyða hann, en óttaðist lýðinn, þar eð menn töldu hann vera spámann.

En á afmælisdegi Heródesar dansaði dóttir Heródíasar dans frammi fyrir gestunum og hreif Heródes svo, að hann sór þess eið að veita henni hvað sem hún bæði um.

Að undirlagi móður sinnar segir hún: „Gef mér hér á fati höfuð Jóhannesar skírara.“

Konungur varð hryggur við, en vegna eiðsins og gesta sinna bauð hann að veita henni þetta. Hann sendi í fangelsið og lét hálshöggva Jóhannes þar. Höfuð hans var borið inn á fati og fengið stúlkunni, en hún færði móður sinni.

Lærisveinar hans komu, tóku líkið og greftruðu, fóru síðan og sögðu Jesú.[16]

Miðað er við að aftaka Jóhannesar skírara hafi farið fram þann 29. ágúst og er sá dagur stundum haldinn heilagur meðal kristinna manna sem höfuðdagur.

Tilvísanir

breyta
  1. Cross, F. L. (ed.) (2005) Oxford Dictionary of the Christian Church, 3rd ed. Oxford University Press, article "John the Baptist, St"
  2. Funk, Robert W. & the Jesus Seminar (1998). The Acts of Jesus: the search for the authentic deeds of Jesus. San Francisco: Harper; "John the Baptist" cameo, p. 268
  3. Compilations (1983). Hornby, Helen (ritstjóri). Lights of Guidance: A Bahá'í Reference File. Bahá'í Publishing Trust, New Delhi, India. bls. 475.
  4. Edward Oliver James, Sacrament in Encyclopædia Britannica. Retrieved May 20, 2009, from Encyclopædia Britannica Online: http://www.britannica.com/EBchecked/topic/515366/sacrament
  5. Charles M. Sennott, The body and the blood, Public Affairs Pub, 2003. p 234 Google Link
  6. Jesus as a figure in history: how modern historians view the man from Galilee. Mark Allan Powell, published by Westminster John Knox Press, page 47 "Few would doubt the basic fact...Jesus was baptized by John"
  7. Sanders, E.P. (1985) Jesus and Judaism. Philadelphia: Fortress Press; p. 91
  8. James D. G. Dunn, Jesus Remembered (Eerdmans, 2003) page 350.
  9. Robert L. Webb, 'John the Baptist and his relationship to Jesus', in Bruce David Chilton, Craig Alan Evans, Studying the Historical Jesus: Evaluations of the State of Current Research (BRILL, 1998) page 219.
  10. Harris, Stephen L. (1985) Understanding the Bible. Palo Alto: Mayfield.
  11. Flavius Josephus, Antiquities of the Jews 18.5.2
  12. Harris, Stephen L. (1985) Understanding the Bible. Palo Alto: Mayfield; p. 382
  13. Marshall, I. H.; Millard, A. R.; Packer, J. I. (eds.). "John the Baptist". New Bible Dictionary (Third ed.). IVP reference collection.
  14. Funk, Robert W. & the Jesus Seminar (1998). The Acts of Jesus: the search for the authentic deeds of Jesus.San Francisco: Harper; "Mark," pp. 51–161.
  15. Meier, John (1994). Mentor, Message, and Miracles (A Marginal Jew: Rethinking the Historical Jesus, Vol. 2). 2. árgangur. Anchor Bible.
  16. Biblían. Matteusarguðspjall. 14:1-12. (Netútgáfa Snerpu).