Kóralrifið mikla

stórt sjávarvistkerfi kóralla í Kóralhafi við Ástralíu

Kóralrifið mikla er stærsta kóralrif heims. Það er yfir 2000 km að lengd og sést utan úr geimnum. Það er í Kóralhafi utan við austurströnd Ástralíu. Rifið er samfelld lína um 900 eyja og 3000 kóralrifja sem liggja skáhallt út frá strönd Queensland þannig að fjarlægð þess frá ströndinni eykst eftir því sem sunnar dregur. Rifið er í dag að mestu leyti friðað.

Krossfiskur og kórallar á Kóralrifinu mikla.

Rifið var uppgötvað af James Cook þegar eitt af skipum hans, barkskipið HMS Endeavour, strandaði á því árið 1770. Með því að létta skipið mikið tókst að bjarga því þrátt fyrir að kórallinn ylli gríðarlegum skemmdum á skipsskrokknum. Frægasta slysið sem orðið hefur á rifinu er strand freigátunnar HMS Pandora sem sökk þar 29. ágúst 1791. Yfir þrjátíu manns týndust í slysinu, þar á meðal fjórir uppreisnarmenn af skipinu HMS Bounty sem áhöfn Pandora hafði tekið höndum á Tahítí.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.