Jón Hróbjartsson
Jón Hróbjartsson (13. júlí 1877 – 29. ágúst 1946) var íslenskur myndlistarmaður sem starfaði sem kennari í Ísafjarðarbæ. Hann fæddist á Eyvindarstöðum á Álftanesi og tók kennarapróf frá Flensborgarskóla. Hann er aðallega þekktur fyrir stór landslagsmálverk af stöðum við Ísafjarðardjúp, þar á meðal nokkrar myndir af Ísafjarðarbæ frá svipuðu sjónarhorni. Auk málverka gerði hann landakort. Ríkisútgáfa námsbóka gaf út kortabók með kortum eftir hann árið 1941.