1596
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1596 (MDXCVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Júlí - Alþingi samþykkti að hver sá er æti hrossakjöt að nauðsynjalausu skyldi greiða sekt og húðstrýkjast.
- 12. október - Páll Jónsson sýslumaður á Skarði var drepinn á Öndverðareyri af Eiríki Halldórssyni.
- Þýskir kaupmenn hófu verslun í Stykkishólmi.
- Konungur skipaði Arngrím Jónsson lærða aðstoðarmann Guðbrands biskups Þorlákssonar.
- Guðbrandur Þorláksson gaf út bækling sem hét Sú rétta confirmatio. Þar mælti hann fyrir um að ferming skyldi tekin upp í Hólabiskupsdæmi og lýsti hvernig hún skyldi fara fram.
- Oddur Stefánsson varð skólameistari í Skálholtsskóla.
Fædd
Dáin
- 12. október - Páll Jónsson sýslumaður á Skarði (f. um 1445).
- Axlar-Björn tekinn af lífi á Laugarbrekkuþingi þetta vor, fyrir fjölda morða. Hann játaði sjálfur á sig níu morð, en var talinn hafa framið fleiri. Björn var lim-marinn með sleggjum, síðan afhöfðaður, loks „sundur stykkjaður og festur á stengur“.[1]
Erlendis
breyta- 29. ágúst - Kristján 4. var krýndur en hann varð fullveðja þetta ár. Hann hafði verið Danakonungur frá 1588.
- 9. apríl - Spánverjar hertóku Calais.
- 17. júní - Willem Barents fann Svalbarða.
- Sigismund 3. Vasa færði höfuðborg Póllands frá Kraká til Varsjár.
- Ludolph van Ceulen reiknaði 35 aukastafi pí.
- Fyrsta vatnssalerninu, sem Sir John Harington hafði hannað, var komið fyrir í húsi í Englandi.
- Hollensk skip undir stjórn Frederick de Houtman, komu í fyrsta sinn til Súmötru og Jövu.
Fædd
- 31. mars - René Descartes, franskur heimspekingur (d. 1650).
- 29. júní - Mizunoo annar Japanskeisari (d. 1680).
- 12. júlí - Mikael Rómanov, Rússakeisari (d. 1645)
- 16. ágúst - Friðrik 5. kjörfursti í Pfalz (d. 1632).
- 19. ágúst - Elísabet Stuart, dóttir Jakobs 1. Englandskonungs, síðar kjörfurstaynja í Pfals og drottning Bæheims (d. 1662).
- 4. september - Constantijn Huygens, hollenskt skáld (d. 1687).
Dáin
- 28. janúar - Francis Drake dó úr blóðkreppusótt (f. 1540).
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.