1919
ár
(Endurbeint frá Október 1919)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1919 (MCMXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 12. febrúar - Skjaldarmerki Íslands var staðfest með konungsúrskurði.
- 26. mars - Póstmannafélag Íslands var stofnað.
- 12. apríl - Átján manns fórust í snjóflóði á Siglufirði og í Engidal við Siglufjörð og síldarverksmiðja gjöreyðilagðist.
- 2. maí - Tuttugu ljósmæður stofnuðu Ljósmæðrafélag Íslands, fyrsta stéttarfélag faglærðra kvenna á Íslandi.
- 9. júní - Knattspyrnufélagið Framtíðin var stofnað í Hafnarfirði.
- 1. júlí - Stofnendur Morgunblaðsins seldu það nýstofnuðum félagsskap sem kallaðist Fjelag í Reykjavík, síðar Útgáfufélagið Árvakur.
- 5. ágúst - Fyrsti knattspyrnuleikur gegn erlendu knattspyrnuliði var leikinn í Reykjavík. Úrval úr Val og Víkingi lék gegn danska liðinu Akademisk Boldklub, sem sigraði 7:0.
- 31. ágúst - Fyrsta listsýning fyrir almenning á Íslandi var opnuð í Barnaskólanum í Reykjavík.
- 3. september - Enskur flugmaður, Cecil Faber, flaug flugvél í Vatnsmýrinni í Reykjavík og var það fyrsta flug á Íslandi.
- 21. september - Reykjanesviti skemmdist allnokkuð í jarðskjálfta.
- 6. október - Alþingi setti lög um stofnun hæstaréttar á Íslandi.
- Október - Barn náttúrunnar, fyrsta skáldsaga Halldórs Laxness, kom út.
- 19. október - Smásagan Den tusindaarige Islænding birtist á forsíðu sunnudagsblaðs BT í Kaupmannahöfn. Höfundurinn, Halldór Laxness, var þá sautján ára að aldri.
- 29. október - Alþýðublaðið hóf útkomu.
- 15. nóvember - Alþingiskosningar voru haldnar.
- 19. nóvember - Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað.
- 22. desember - Landsyfirréttur lagður niður.
- 26. desember - Íþróttafélagið Hörður Hólmverji stofnað á Akranesi.
- Kvikmyndin Saga Borgarættarinnar var tekin á Íslandi.
- Leigjendafélag Reykjavíkur (LFR), fyrstu samtök leigjenda á Íslandi voru stofnuð.
- Borgarbókasafn Reykjavíkur var stofnað.
- Kvennablaðið hætti útgáfu.
Fædd
- 31. mars - Stefán Hörður Grímsson, skáld (d. 2002).
- 1. maí - Óskar Aðalsteinn, rithöfundur og vitavörður (d. 1994).
- 24. maí - Ólafur Pétursson, samstarfsmaður nasista á stríðsárunum (d. 1972).
- 2. júní - Pétur Sigurgeirsson, biskup Íslands 1981-1989 (d. 2010).
- 7. september - Magnús Jónsson frá Mel, fjármálaráðherra og bankastjóri (d. 1984).
- 6. október - Jónas H. Haralz, íslenskur hagfræðingur (d. 2012).
- 21. nóvember - Helgi Hóseasson, íslenskur mótmælandi (d. 2009).
Dáin
- 16. janúar - Björn M. Ólsen, alþingismaður og fyrsti rektor Háskóla Íslands (f. 1850).
- 21. apríl - Þóra Melsteð, stofnandi og fyrsti skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík (f. 1823).
- 31. ágúst - Jóhann Sigurjónsson, skáld (f. 1880).
Erlendis
breyta- 1. janúar - Tékkóslóvaski herinn hertók borgina Pressburg (endurnefnd Bratislava í mars sama ár).
- 11. janúar - Rúmenía innlimaði Transylvaníu
- 21. janúar - Írska sjálfstæðisstríðið hófst.
- 16. janúar - Áfengisbann var samþykkt í Bandaríkjunum.
- 18. janúar - Friðarráðstefnan í París fór fram.
- 1. febrúar - Eistland rak burt rauða herinn frá landinu.
- 3. febrúar - Rússneska borgarastyrjöldin - Sovétmenn hertóku Úkraínu.
- 14. febrúar - Stríð Sovétríkjanna og Póllands hófst.
- 26. febrúar - Miklagljúfursþjóðgarður í Bandaríkjunum var stofnaður.
- 2. mars - Alþjóðasamtök kommúnista voru stofnuð.
- 23. mars - Benito Mussolini stofnaði fasistaflokkinn á Ítalíu.
- 10. apríl - Mexíkóski byltingarleiðtoginn Emiliano Zapata var skotinn til bana.
- 13. apríl - 379 síkar voru myrtir við Amritsar, Indlandi, að skipun breska hersins.
- 11. maí - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1919 hófst.
- 15. maí - Konur fengu kosningarrétt í Hollandi.
- 19. maí - Kelud-eldfjallið gaus á Jövu, 5000 létust.
- 29. maí - Brasilíumenn urðu Suður-Ameríkumeistarar í knattspyrnu í fyrsta sinn.
- 4. júní - Bandaríkjaþing samþykkti að breyta stjórnarskránni þannig að konur nytu kosningaréttar. Breytingin var síðan staðfest og gekk í gildi árið eftir.
- 14. júní - John Alcock, flaug fyrst milli atlantshafsála; frá St. John's, Nýfundnalandi, til Clifden, Connemara, Írlandi.
- 22. júní - Þjóðabandalagið var stofnað í París með því að 44 ríki undirrituðu stofnsáttmála þess.
- 22. júní - Bandamannaleikarnir settir París með þátttöku fjölda íþróttamanna.
- 28. júní - Versalasamningurinn, friðarsamningur eftir fyrri heimsstyrjöld, var gerður í París.
- 19. ágúst - Afganistan öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi.
- 11. ágúst - Weimar-lýðveldið var stofnað í Þýskalandi.
- 30. september - Hundruð afrísk-ættaðara Bandaríkjamanna voru myrtir af hvítum í óeirðum í Elaine, Arkansas.
- 30. nóvember - Lýst var yfir að spænska veikin væri afstaðin.
Fædd
- 1. janúar - J. D. Salinger, bandarískur rithöfundur (d. 2010).
- 14. janúar - Giulio Andreotti, ítalskur stjórnmálamaður og fyrrum forsætisráðherra.
- 8. apríl - Ian Smith, fyrrum forsætisráðherra Ródesíu (d. 2007).
- 7. maí - Eva Perón, argentínsk leikkona og forsetafrú (d. 1952).
- 15. maí - Eugenia Charles, forsætisráðherra Dóminíku (d. 2005).
- 18. maí - Margot Fonteyn, bresk ballerína (d. 1991).
- 15. júlí - Iris Murdoch, breskur rithöfundur (d. 1999).
- 20. júlí - Edmund Hillary, nýsjálenskur fjallgöngumaður sem varð fyrstur ásamt Tenzig Norgay til að ganga á Mount Everest (d. 2008).
- 31. júlí - Primo Levi, ítalskur rithöfundur og efnafræðingur (d. 1987 ).
- 26. september - Matilde Camus, spænskt skáld (d. 2012).
- 3. október - James M. Buchanan, hagfræðingur.
- 11. október - Karl Adolph Gjellerup, danskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1857).
- 18. október - Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada (d. 2000).
- 22. október - Doris Lessing, breskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum (d. 2013).
- 10. nóvember - Mikhail Kalashnikov, rússneskur vopnahönnuður (d. 2013).
- 12. desember - José Villalonga, spænskur knattspyrnuþjálfari (d. 1973).
Dáin
- 6. janúar - Theodore Roosevelt, bandarískur forseti (f. 1858).
- 15. janúar - Rosa Luxemburg, pólskur byltingarsinni (f. 1870 eða 1871).
- 22. janúar - Carl Larsson, sænskur listmálari (f. 1853).
- 10. apríl - Emiliano Zapata, mexíkóskur byltingarmaður (f. 1879).
- 4. júlí - Kristian Kaalund, danskur textafræðingur (f. 1844).
- 9. ágúst - Ernst Haeckel, þýskur líffræðingur og heimspekingur (f. 1834).
- 11. ágúst - Andrew Carnegie, bandarískur iðnjöfur (f. 1835).
- 3. desember - Pierre-Auguste Renoir, franskur myndhöggvari og listmálari (f. 1841).
- Eðlisfræði - Johannes Stark
- Efnafræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Læknisfræði - Jules Bordet
- Bókmenntir - Carl Friedrich Georg Spitteler
- Friðarverðlaun - Woodrow Wilson