Árvakur
- Þessi grein fjallar um fjölmiðlafyrirtækið Árvakur. Árvakur gæti einnig átt við um hest úr norrænni goðafræði.
Árvakur hf er útgáfufélag stofnað árið 1919 í Reykjavík, undir heitinu „Fjelag í Reykjavík“, og keypti það Morgunblaðið litlu síðar. Árvakur er nú alhliða frétta- og upplýsingamiðlunarfyrirtæki. Félagið gefur út Morgunblaðið og vikublaðið Monitor sem er dreift frítt með Morgunblaðinu og víða á höfuðborgarsvæðinu. Einnig á Árvakur vefmiðilinn mbl.is sem stofnaður var árið 1998 og rekur einnig blog.is sem er íslenskur bloggvefur. Árvakur á dótturfélagið Landsprent ehf. sem er dagblaðaprentfyrirtæki og prentar auk blaða Árvakurs, Viðskiptablaðið, DV og ýmis smærri blöð. Öll starfsemi Árvakurs er til húsa að Hádegismóum 2 í Reykjavík.
Árvakur HF | |
Rekstrarform | Hlutafélag |
---|---|
Stofnað | 1919 |
Staðsetning | Hádegismóum 2, 110 Reykjavík |
Lykilpersónur | Sigurbjörn Magnússon, formaður Helga Steinunn Guðmundsdóttir Bjarni Þórður Bjarnason, Ásdís Halla Bragadóttir, Gunnar B. Dungal |
Starfsemi | Útgáfa og eignarhald á Morgunblaðinu, Monitor, mbl.is og blog.is |
Vefsíða | http://www.mbl.is/ |
Eignarhald
breytaÁrvakur er í eigu Þórsmerkur ehf. sem á 99% og Áramóta ehf. sem á 1%. Stærstu eigendur Þórsmerkur ehf. eru Hlynur A ehf. (forsv.maður Guðbjörg Matthíasdóttir) sem á 26,77%, Krossanes ehf. (forsv.maður Þorsteinn Már Baldvinsson) sem á 20,8% og Áramót ehf. (í eigu Óskars Magnússonar) sem á 20,08%.[1]
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Upplýsingar um eignarhald á tilkynningarskyldum miðlum“ (PDF). Sótt 27. febrúar 2012.
Tenglar
breyta- Vefmiðillinn mbl.is
- Bloggsvæðið blog.is
- „Reiddi fram 200 milljónir fyrir Morgunblaðið“; grein af Dv.is 24. nóv 2010 Geymt 27 nóvember 2010 í Wayback Machine
- „Árvakur tapaði 205 milljónum“; grein af Dv.is 2012 Geymt 15 júlí 2012 í Wayback Machine
- „Íslandsbanki sagður afskrifa skuldir Árvakurs“; grein af Dv.is 2012[óvirkur tengill]
- „Mogginn losnar við einn milljarð“; grein af Dv.is 2012[óvirkur tengill]
- „Árvakur tapar 163,8 milljónum“; grein af vb.is 2016