Árvakur

íslenskt hlutafélag
Þessi grein fjallar um fjölmiðlafyrirtækið Árvakur. Árvakur gæti einnig átt við um hest úr norrænni goðafræði.

Árvakur hf er útgáfufélag stofnað árið 1919 í Reykjavík, undir heitinu „Fjelag í Reykjavík“, og keypti það Morgunblaðið litlu síðar. Árvakur er nú alhliða frétta- og upplýsingamiðlunarfyrirtæki. Félagið gefur út Morgunblaðið og vikublaðið Monitor sem er dreift frítt með Morgunblaðinu og víða á höfuðborgarsvæðinu. Einnig á Árvakur vefmiðilinn mbl.is sem stofnaður var árið 1998 og rekur einnig blog.is sem er íslenskur bloggvefur. Árvakur á dótturfélagið Landsprent ehf. sem er dagblaðaprentfyrirtæki og prentar auk blaða Árvakurs, Viðskiptablaðið, DV og ýmis smærri blöð. Öll starfsemi Árvakurs er til húsa að Hádegismóum 2 í Reykjavík.

Árvakur HF
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 1919
Staðsetning Hádegismóum 2,
110 Reykjavík
Lykilpersónur Sigurbjörn Magnússon, formaður
Helga Steinunn Guðmundsdóttir
Bjarni Þórður Bjarnason,
Ásdís Halla Bragadóttir,
Gunnar B. Dungal
Starfsemi Útgáfa og eignarhald á Morgunblaðinu, Monitor, mbl.is og blog.is
Vefsíða http://www.mbl.is/

Eignarhald

breyta

Árvakur er í eigu Þórsmerkur ehf. sem á 99% og Áramóta ehf. sem á 1%. Stærstu eigendur Þórsmerkur ehf. eru Hlynur A ehf. (forsv.maður Guðbjörg Matthíasdóttir) sem á 26,77%, Krossanes ehf. (forsv.maður Þorsteinn Már Baldvinsson) sem á 20,8% og Áramót ehf. (í eigu Óskars Magnússonar) sem á 20,08%.[1]

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Upplýsingar um eignarhald á tilkynningarskyldum miðlum“ (PDF). Sótt 27. febrúar 2012.

Tenglar

breyta