Landsyfirréttur

Landsyfirréttur var æðsti dómstóllinn sem var staðsettur á Íslandi í 119 ár, eða frá 10. ágúst 1801 til 22. desember 1919. Málum hans var þó hægt að áfrýja til Hæstaréttar Danmerkur en það var þó lítill hluti mála sem rataði þangað sökum torveldra samgangna þess tíma. Þann 6. júní árið 1800 skipaði Danakonungur svo fyrir að Alþingi skyldi lagt niður. Þá tók Landsyfirréttur í Reykjavík við hlutverki Lögréttu. Með gildistöku stjórnarskrár konungsríkisins Íslands árið 1920 fékk Hæstiréttur Íslands stöðu æðsta dómstóls Íslands og var Landsyfirréttur samhliða lagður niður.

Fyrsti dómstjóri Landsyfirréttar var Magnús Stephensen, en meðdómendur Benedikt Gröndal eldri og Ísleifur Einarsson.

TengillBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.