Bratislava
Höfuðborg Slóvakíu
Bratislava (slóvakíska: [ˈbracislaʋa]; ⓘ; ungverska: Pozsony; þýska: Pressburg) er höfuðborg og stærsta borg Slóvakíu. Í borginni búa 419.678 manns (31. desember 2014), en á stórborgarsvæðinu um 600 þúsund. Bratislava stendur á bökkum Dónár í suðvesturhluta landsins. Bratislava er eina höfuðborg heims sem á landamæri að tveimur löndum, Austurríki og Ungverjalandi.[1]
Bratislava | |
---|---|
Hnit: 48°08′38″N 17°06′35″A / 48.14389°N 17.10972°A | |
Land | Slóvakía |
Stjórnarfar | |
• Borgarstjóri | Matúš Vallo |
Flatarmál | |
• Samtals | 367,58 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 134 m |
Mannfjöldi (2021) | |
• Samtals | 475.503 |
• Þéttleiki | 1.300/km2 |
Póstnúmer | 8XX XX |
Svæðisnúmer | 421 2 |
Vefsíða | bratislava |
Heimildir
breyta- ↑ Votruba, Martin. „Bratislava's Name“. Slovak Studies Program. University of Pittsburgh. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júní 2010. Sótt 30. júní 2010.