Saga Borgarættarinnar
Saga Borgarættarinnar er skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson. Sagan kom upprunalega út á dönsku í fjórum bindum sem komu út á þremur árum. Fyrsta bindi er Ormarr Örlygsson og kom það fyrst út á dönsku árið 1912. Annað og þriðja bindið eru Den danske frue på Hof og Gæst den enøjede komu út árið 1913 og fjórða bindið Den unge Ørn kom út árið 1914. Fyrstu tvö bindin seldust í fyrstu lítið en með þriðja bindinu, Gesti eineygða (Gæst den enöjede) sló Gunnar í gegn. Sagan var gefin út í endurskoðaðri heildarútgáfu árið 1915 og varð vinsæl í Danmörku og Gunnar varð mikils metinn rithöfundur. Í bókunum er sögð saga tveggja sona. Árið 1919 er gerð kvikmyndin Saga Borgarættarinnar og er það fyrsta íslenska skáldsagan sem var kvikmynduð.