Weimar-lýðveldið

Weimar-lýðveldið er heiti sem sagnfræðingar nota yfir lýðræði og lýðveldi í Þýskalandi á tímabilinu 1919 til 1933. Lýðveldið var stofnað eftir þýsku byltinguna í nóvember 1918 og kom þjóðarráð saman í borginni Weimar þar sem stjórnarskrá fyrir Þýskaland var tekin upp 11. ágúst 1919. Stjórnarskráin var ekki numin úr gildi fyrr en eftir Síðari heimstyrjöldina en með lögum sem stjórn Nasista setti í febrúar og mars 1933 þá var lýðræði ekki lengur í Þýskalandi og er það talið marka endalok Weimar lýðveldisins og byrjun Þriðja ríkisins.

Þýska ríkið (1925)

Hitler varð Kanslari Þýskalands 30. janúar 1933 og þinghúsið brann 27. febrúar. Eftir þinghúsbrunann voru afnumin ýmis mannréttindi sem Weimar stjórnarskráin kvað á um og Nasistastjórnin bannaði stjórnmálafundi og lét fangelsa og drepa kommúnista.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.