Kvennablaðið var íslenskt tímarit sem kom út mánaðarlega á árunum 1895-1919. Ritstjóri og útgefandi blaðsins var Bríet Bjarnhéðinsdóttir.

Fyrsta tölublað Kvennablaðsins var prentað í 2500 eintökum og voru viðtökurnar svo góðar að Bríet varð að láta prenta annað upplag af tveimur fyrstu tölublöðunum. Blaðið varð fljótt eitt útbreiddasta rit landsins.[1]

Tilgangur blaðsins var að vekja konur til vitundar um eigið réttleysi og hvetja þær til að láta sig þjóðfélagsmál varða. Bríet vissi að á brattann var að sækja og henni þótti konur áhugalausar um hagsmunamál sín. Hún beitti því þeirri aðferð að fjalla fyrst einkum um málefni sem hún vissi að höfðuðu til kvenna s.s. barnauppeldi, matargerð, handavinnu, garðrækt og heilsugæslu en smám saman jók hún umfjöllun um kvenréttindi.[2]

Árið 1919 varð Bríet að hætta útgáfu blaðsins af fjárhagsástæðum.[3]

Tilvísanir breyta

  1. „Bríet Bjarnhéðinsdóttir áttræð á morgun“, Alþýðublaðið, bls. 3-4, 26. september 1936 (skoðað 27. ágúst 2019)
  2. Sigríður Th. Erlendsdóttir, „Bríet Bjarnhéðinsdóttir - æviferill“ Geymt 25 apríl 2017 í Wayback Machine Kvennasögusafn, (skoðað 27. ágúst 2019)
  3. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „Til kaupenda Kvennablaðsins“, Kvennablaðið, 12. tbl. 25. árg. 1919 (skoðað 27. ágúst 2019)