Karl Adolph Gjellerup

Karl Adolph Gjellerup (2. júní 185711. október 1919) var danskt ljóðskáld og rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1919.

Karl Adolph Gjellerup

Ævi og störfBreyta

Gjellerup var prestsonur frá Sjálandi sem missti föður sinn ungur. Hann ólst því upp hjá frænda sínum Johannes Andreas Grib Fibiger sem var kunnur vísindamaður og hlaut Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 1926. Á skólaárum sínum heillaðist hann af Georg Brandes og natúralismanum og skrifaði í þeim anda skáldsögur um frjálsar ástir og guðleysi. Eftir 1885 skifti hann rækilega um stefnu, hafnaði kenningum Brandes en gekk nýrómantíkinni á hönd. Hann var einlægur aðdáandi þýskrar menningar alla tíð. Þegar leið á feril hans tók áhrifa frá austurlenskri heimspeki að gæta í verkum Gjellerup.

Nóbelsverðlaun Gjellerup árið 1919, sem hann deildi með Henrik Pontoppidan, vöktu blendnar tilfinningar í Danmörku. Dálæti hans á Þjóðverjum olli því að sumir kusu að líta á hann sem hálfgerðan Þjóðverja. Verk hans eru í dag að mestu gleymd í heimalandinu.