Rosa Luxemburg

Rosa Luxemburg (pólska: Róża Luksemburg; 5. mars 187115. janúar 1919) var pólskur byltingarsinni og hagfræðingur sem starfaði lengst í Berlín og var einn af stofnendum þýska kommúnistaflokksins og var helsti hugmyndafræðingur hans.

Rosa Luxemburg
Rosa Luxemburg.jpg
Fædd5. mars 1871
Dáin15. febrúar 1919 (47 ára)
DánarorsökMyrt
ÞjóðerniPólsk og þýsk
MenntunHáskólinn í Zürich
FlokkurKommúnistaflokkur Þýskalands
MakiGustav Lübeck
Undirskrift
Rosa Luxemburg signature.svg

Bernska og námsárBreyta

Rósa Luxemburg fæddist vorið 1871, inn í fjölskyldu pólskra gyðinga. Hún gekk menntaveginn og fékk ung áhuga á róttækum stjórnmálahugmyndum. Þegar hún fór til háskólanáms í Sviss kynntist hún róttækum hugsuðum og aðgerðasinnum og gekk í þeirra raðir. Félagslegur lýðræðisflokkur pólska konungdæmisins var fyrsti vettvangurinn þar sem hún lét til sín taka sem hugmyndafræðingur.

Ritdeilur við BernsteinBreyta

Rósa gerði sig snemma gildandi í þýska sósíaldemókrataflokknum, sem þá rúmaði enn þá tvo hópa sem seinna áttu eftir að klofna í krata og kommúnista. Meðal annars kenndi hún efnilegum flokksmönnum í flokksskóla, og tók virkan þátt í deilum um stefnu flokksins. Eduard Bernstein var formaður hans í lok 19. aldar, og þótt hann kenndi sig við marxismann, leiddi hann flokkinn á braut umbótastefnu, kosningabaráttu og skipulagningar verkalýðsfélaga sem einbeittu sér að kaupum og kjörum. Eitt frægasta rit sitt, Þjóðfélagsumbætur eða byltingu?, samdi Luxemburg sem ádeilu á stefnu Bernsteins, og hélt fram málstað byltingarsinnaðs marxisma gegn umbóta- eða endurskoðunarstefnunni sem Bernstein boðaði.

KvenréttindiBreyta

 
Stytta af Rósu Luxemburg í Berlín.

Árið 1910 var haldin alþjóðleg ráðstefna Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna undir nafninu Vinnandi konur. Þar stuðluðu Rosa Luxemburg og Clara Zetkin, kvenréttindakona og leiðtogi kvennadeildar þýska jafnaðamannaflokksins sem lagði fram tillöguna, að því að stofnaður yrði alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Ráðstefnan, sem sótt var af yfir 130 konum frá 16 löndum, samþykkti tillöguna samhljóma. Í dag er þessi dagur haldin 8. mars ár hvert.

StjórnmálaþátttakaBreyta

Á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina sáu flokkar sósíaldemókrata — sem sameiginlega mynduðu Annað alþjóðasambandið — að til styrjaldar stefndi, og ákváðu að vinna gegn styrjaldarþátttöku í hverju landi fyrir sig. Þegar stríðið hófst, stóðu fáir þingmenn þeirra samt við það. Rósa Luxemburg og fleiri róttækari sósíaldemókratar efndu þá til tveggja ráðstefna í Sviss árið 1916, í Zimmerwald og Kienthal, þar sem hinir róttæku ákváðu að segja skilið við endurskoðunarsinnana. Heim komin til Þýskalands gekk Rósa Luxemburg þá í að stofna hreyfingu Spartakista, sem kenndi sig við rómverskan uppreisnarþræl, ásamt Karl Liebknecht, eina þingmanni þýskra sósíaldemókrata sem hafði greitt atkvæði gegn stríðs-fjáraukalögum vegna styrjaldarinnar.

NóvemberbyltinginBreyta

Í nóvember 1918 braust út bylting í Þýskalandi, rétt áður en landið samdi um vopnahlé í styrjöldinni. Þótt Luxemburg og Liebknecht hefðu ekki talið tímabært að byrja byltingu, ákváðu þau að fyrst hún væri samt hafin, væri best að leggja allt í sölurnar. Liebknecht kom fram á svalir þinghússins í Berlín og hélt ræðu fyrir mannfjölda, þar sem hann lýsti yfir stofnun alþýðulýðveldis.

Við vopnahléð í heimsstyrjöldinni var þýski herinn afvopnaður, en hægrisinnaðir uppgjafarhermenn mynduðu þá sínar eigin nokkurn veginn óháðu hersveitir, Fríðliðasveitirnar (Freikorps), sem tókust á við byltingarmenn í Berlín frá nóvember 1918 og fram í janúar 1919. Í þessum róstum voru Liebknecht og Luxemburg hvött til að fara huldu höfði, en vildu það ekki. Þau voru bæði tekin föst í desember 1918.

Dauði og arfleifðBreyta

Þann 15. janúar 1919 voru Rosa Luxemburg og Karl Liebknecht bæði drepin í haldi, án dóms og laga. Líki Rósu var kastað út í síkið Landwehrkanal í Vestur-Berlín. Frá þeim tíma hefur verið litið á hana sem einn af píslarvottum kommúnismans og minnst á ýmsan hátt, m.a. heitir breiðstræti eftir henni í Berlín og árlega eru gengin minningarganga að gröf hennar og haldin ráðstefna í minningu hennar, um byltingarsinnaða baráttu.

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist