Dansk-norska ríkið
Dansk-norska ríkið var ríki á árunum 1536 til 1814. Kalmarsambandið leið undir lok við það að Svíþjóð gekk út úr því þannig að eftir urðu Danmörk og Noregur ásamt þeim löndum sem stóðu í konungssambandi við Noreg, sem á þeim tíma voru Ísland, Færeyjar og Grænland (að nafninu til). Þetta ríki var kallað Dansk-norska ríkið en stundum var talað um Danska ríkið eða Danaveldi því miðstöð stjórnsýslunnar var í Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerkur. Konungur þurfti eftir sem áður að leita samþykkis þings hvers lands um sig, fram að erfðahyllingunni, en í reynd var það einungis formsatriði.
Þessi sögugrein sem tengist Noregi og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.