David Niven
David Niven (1. mars 1910 – 29. júlí 1983) var enskur leikari og rithöfundur. Hann hóf feril sinn á millistríðsárunum í kvikmyndum Samuel Goldwyn. Í Síðari heimsstyrjöld gekk hann aftur í breska herinn þar sem hann hafði gegnt stöðu liðþjálfa áður en hann hóf leikferil í Hollywood. Eftir stríðið tók hann aðeins að sér aðalhlutverk. Þekktustu hlutverk hans eru aðalhlutverkið í Nýir sigrar Rauðu akurliljunnar 1950, Phileas Fogg í Umhverfis jörðina á 80 dögum 1956 og meistararæninginn sir Charles Lytton í kvikmyndunum um Bleika pardusinn 1963, 1982 og 1983. Frá 1960 bjó hann í Château-d'Œx í Sviss til að forðast skatta í Bretlandi.