George Coleman Eads III (fæddur 1. mars 1967) er bandarískur leikari þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Nick Stokes í CSI: Crime Scene Investigation.

George Eads
Upplýsingar
FæddurGeorge Coleman Eads III
1. mars 1967 (1967-03-01) (57 ára)
Ár virkur1994 -
Helstu hlutverk
Nick Stokes í CSI: Crime Scene Investigation

Einkalíf

breyta

Eads fæddist í Fort Worth,Texas og ólst upp í Belton, Texas. Á hann eldri systur, Angela Eads Tekel. George útskrifaðist frá Belton High School árið 1985 og frá Texas Tech Háskólanum árið 1989 með gráðu í markaðsfræði. Í háskóla þá var hann meðlimur bræðralagsins Phi Delta Theta.[1]

Á hlut í Hollywood-matsölustaðnum CineSpace sem er „matur og bíó“-staður.

Þegar hann byrjaði í CSI þá gaf líksviðsmyndin honum endurteknar martraðir. Í einni af þeim, samkvæmt George, þá eru blóðslettur — engin öskur og stórir stafir með orðinu DOA.

Ferill

breyta

Til þess að fylgja eftir leikaraferli sínum, þá flutti hann til Los Angeles, Kaliforníu, í pallbíl sem hann fékk lánaðan frá stjúpföður sínum. Þegar hann kom svo til Los Angeles, þá gat hann aðeins keyrt á daginn þar sem höfuðljósin voru brotin. Eads fékk fyrsta tækifæri sitt í sápuóperunni Savannah. Þó að persóna hans dó í fyrsta þættinum, Eads varð svo vinsæll að framleiðendurnir héldu áfram að nota hann í endurhvörf og var á endanum settur aftur inn sem eineggja tvíburabróðir persónunnar.[2]

Eads var gestaleikari í ER, og vann við nokkrar sjónvarpsmyndir á borð við Crowned and Dangerous með Yasmine Bleeth frá 1997.

Árið 2000 Eads varð einn af aðalleikurum CBS sjónvarpseríunnar CSI: Crime Scene Investigation, þar sem hann leikur Las Vegas réttarrannsóknarmanninn Nick Stokes.

Auk þess að leika í CSI: Crime Scene Investigation hefur Eads unnið við fleiri sjónvarpsmyndir, Monte Walsh með Isabellu Rossellini og Evel Knievel, þar sem hann lék Evel Knievel.

Ágreiningur

breyta

Árið 2004, Eads og CSI samleikkonan Jorja Fox fengu mikla fjölmiðlaumfjöllun þegar það fréttist að þau hefðu verið rekin úr CSI, vegna að talið var vegna ágreinings vegna samnings. Sagt var frá því að Eads hefði mætt seinnt til vinnu fyrsta dag fimmtu seríunnar, hann segist hafa sofið yfir sig, og að Fox hafi ekki sent bréf til CBS að hún myndi mæta til vinnu. Þessi ágreiningur var leystur fljótlega og þau voru bæði endurráðin en hvorug þeirra fékk launahækkun eins og samstarfsleikarar þeirra.

Árið 2006 varð Eads fyrir neikvæðri fréttumfjöllun í Ástralíu þar sem hann átti að koma fram á Logie Award (sama og Emmy verðlaunin). Talið er að fjölmiðlafulltrú hans hafi hringt í skipuleggjendurnar tveimur tímum áður en atburðurinn átti að byrja og hafi sagt að Eads „líkaði ekki rauða dregilinn.“ Einnig á hann að hafa átt í nokkrum ástarsamböndum við ástralskar sápuóperustjörnur.[3]

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1994 Dust to Dust Black Wolf
1996 The Ultimate Lie Ben McGrath Sjónvarpsmynd
1997 Crowned and Dangerous Riley Baxter Sjónvarpsmynd
2000 The Spring Gus Sjónvarpsmynd
2002 Just Walk in the Park Adam Willingford Sjónvarpsmynd
2002 Second String Tommy Baker Sjónvarpsmynd
2003 Monte Walsh Frank ´Shorty´ Austin Sjónvarpsmynd
2003 CSI: Crime Scene Investigation Nick Stokes Tölvuleikur
Talaði inn á
2004 CSI: Crime Scene Investigation – Dark Motives CSI Stig 3 Nick Stokes Tölvuleikur
Talaði inn á
2004 Evel Knievel Evel Sjónvarpsmynd
2006 CSI: 3 Dimensions of Murder Nick Stokes Tölvuleikur
Talaði inn á
2007 CSI: Crime Scene Investigation – Hard Evidence Nick Stokes Tölvuleikur
Talaði inn á
2009 CSI: Crime Scene Investigation – Deadly Intent Nick Stokes Tölvuleikur
Talaði inn á
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1995 Strange Luck J.R. Dean Þáttur: Hat Trick
1996-1997 Savannah Nick Corelli 18 þættir
1997-1998 ER Sjúkramaðurinn Greg Powell 3 þættir
2000 Grapevine Thumper Klein 5 þættir
2004 Justice League Kapteinn Atom Þáttur: Initiation
2008 Two and a Half Men George Þáttur: Fish in a Drawer
2000- til dags CSI: Crime Scene Investigation Nick Stokes 252 þættir

Verðlaun og tilnefningar

breyta

Screen Actors Guild verðlaunin

Teen Choice verðlaunin

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta