Justin Bieber

Kanadískur söngvari

Justin Drew Bieber (f. 1. mars 1994) er kanadískur söngvari. Bieber var uppgötvaður af Scooter Braun[1] árið 2008. Braun rakst á myndband með Bieber á YouTube og varð síðar umboðsmaður hans. Braun kom honum einnig í samband við Usher Raymond[2] sem kom Bieber á samning hjá Raymond Braun Media Group og seinna átti hann eftir að komast á samning hjá Island Records í boði L.A. Reid.[3]

Justin Bieber
Bieber árið 2015
Fæddur
Justin Drew Bieber

1. mars 1994 (1994-03-01) (30 ára)
Störf
 • Söngvari
 • lagahöfundur
Ár virkur2007–núverandi
MakiHailey Baldwin (g. 2018)
ForeldrarPattie Mallette (móðir)
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Vefsíðajustinbiebermusic.com
Undirskrift

Í nóvember 2009 gaf Justin út plötuna My World. Hann varð fyrsti tónlistarmaðurinn til að ná sjö lögum á Billboard listann á sama tíma. Heimildarmynd var gerð um hann árið 2011 og fékk hún nafnið Justin Bieber: Never Say Never. Í nóvember 2011 gaf hann svo út sína aðra stúdíóplötu sem hét Under the Mistletoe og ári seinna, 2012, gaf hann út þriðju stúdíóplötuna, Believe.

Justin hefur unnið til fjölda verðlauna, m.a. listamaður ársins á MTV tónlistarverðlaununum 2010 og 2012 og var tilnefndur sem besti nýi listamaðurinn og hlaut viðurkenningu fyrir bestu popp plötuna á 53. Grammy verðlaunahátíðinni.

Æviágrip

breyta

Justin Bieber fæddist þann 1. mars 1994 í London í Ontaríó á St Joseph's spítala Towson en var alinn upp í Stratford. Foreldrar hans eru þau Jeremy Jack Bieber og Patricia „Pattie“ Mallette. Þegar Justin fæddist var móðir hans aðeins 17 ára gömul. Foreldrar hans giftu sig aldrei en voru þó góðir vinir og reyndu að ala soninn upp í góðu þó þau væru ekki saman. Faðir Justins gifti sig hins vegar og eignaðist tvö önnur börn.

Justin var mikið í íþróttum sem barn s.s. íshokkí, fótbolta og skák. Hann kenndi sjálfum sér að spila á hin ýmsu hljóðfæri eins og trommur og gítar. Árið 2007 þegar hann var aðeins 12 ára gamall setti móðir hans myndband af honum á YouTube að syngja lagið So Sick með Ne-Yo til að vinir og ættingjar gætu séð. Hún setti fleiri myndbönd inn sem gerðu hann þekktari.

Bieber gerði tónlistarmyndband við Fjaðrárgljúfur árið 2015.[4]

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta
 • My World 2.0 (2010)
 • Under the Mistletoe (2011)
 • Believe (2012)
 • Purpose (2015)
 • Changes (2020)
 • Justice (2021)

Stuttskífur

breyta
 • My World (2009)
 • Freedom (2021)

Tilvísanir

breyta
 1. Konjicanin, Anja (24. desember 2010). „Justin Bieber makes them proud. But why?“. Vancouver Observer. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. janúar 2011. Sótt 11. janúar 2011.
 2. Herrera, Monica (19. mars 2010). „Justin Bieber – The Billboard Cover Story“. Billboard. e5 Global Media. Sótt 7. maí 2010.
 3. Mitchell, Gail (28. apríl 2009). „Usher Introduces Teen Singer Justin Bieber“. Billboard. e5 Global Media. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júlí 2009. Sótt 23. júlí 2009.
 4. „Bieber-aðdáendur stöðvaðir við Fjaðrárgljúfur“. RÚV. 13. mars 2019.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.