Charles Garvice (24. ágúst 1850 - 1. mars 1920) var afkastamikill breskur rithöfundur sem samdi yfir 150 ástarsögur. Sumar bækur gaf hann út undir dulnefninu Caroline Hart. Hann var „fengsælasti höfundurinn á Bretlandi,“ samkvæmt Arnold Bennett árið 1910. Árið 1914 hafði samtals selst yfir sjö milljónir eintaka af bókunum hans á heimsvísu. Frá 1913 seldust árlega 1,75 milljónir bóka sem hélst við þar til dauðadags. Bækur hans voru þýddar á mörg tungumál, þar á meðal íslensku. Þrátt fyrir þennan árangur fengu bækurnar hans slæmar viðtökur frá gagnrýnendum og eru flestar fallnar í gleymsku.

Charles Garvice
Andlitsmynd af Charles Garvice
Fæddur
Charles Garvice

24. ágúst 1850
Dáinn1. mars 1920 (69 ára)
Önnur nöfnCaroline Hart,
Chas. Garvice,
Charles Gibson
StörfRithöfundur
MakiElizabeth Jones

Ritverk

breyta

Charles Garvice skrifaði yfir 150 bækur, af þeim voru 25 skrifaðar undir dulnefninu Caroline Hart. Um það bil 5 bækur hafa verið þýddar á íslensku.

Íslensk útgáfa Upprunaleg útgáfa
Titill Útgáfuár Titill Útgáfuár
Cymbelína hin fagra 1916 Sweet Cymbeline 1907
Í vargaklóm 1923 ? -
Einþykka stúlkan 1927 ? -
Í örlagafjötrum 1938 ? -
Veronika 1942 ? -