Dalia Grybauskaitė

Forseti Litháens

Dalia Grybauskaitė (f. 1. mars 1956) er fyrrverandi forseti Litáens. Hún er fyrsta konan sem hefur gegnt forsetaembættinu og fyrsti forseti landsins sem hefur gegnt tveimur kjörtímabilum í röð. Grybauskaitė hefur áður verið varautanríkisráðherra og fjármálaráðherra Litáens og framkvæmdastjóri fjármagns og mannauðs í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá 2004 til 2009. Hún var fyrsti Litáinn sem vann í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Dalia Grybauskaitė
Dalia Grybauskaitė árið 2018.
Forseti Litáens
Í embætti
12. júlí 2009 – 12. júlí 2019
ForsætisráðherraAndrius Kubilius
Algirdas Butkevičius
Saulius Skvernelis
ForveriValdas Adamkus
EftirmaðurGitanas Nausėda
Persónulegar upplýsingar
Fædd1. mars 1956 (1956-03-01) (68 ára)
Vilníus, litáíska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum
ÞjóðerniLitáísk
StjórnmálaflokkurÓflokksbundin
HáskóliRíkisháskólinn í Sankti Pétursborg
Háskólinn í Georgetown
Undirskrift

Grybauskaitė er stundum kölluð „litáíska járnfrúin“ vegna staðfestu sinnar og vegna þess að hún er með svart belti í karate.

Æviágrip

breyta

Eftir að Litáen gekk í Evrópusambandið þann 1. maí 2004 var Grybauskaitė útnefnd í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, fyrst Litáa. Hún vann í stuttan tíma fyrir framkvæmdastjórn Romano Prodi og síðan fyrir framkvæmdastjórn José Manuels Barroso sem framkvæmdastjóri fjármagns og mannauðs. Hún gekk úr framkvæmdastjórninni þann 1. júlí árið 2009 til þess að gefa kost á sér sem forseti Litáen.

Grybauskaitė tilkynnti forsetaframboð sitt formlega þann 26. febrúar 2009. Frá febrúarmánuði spáðu skoðanakannanir Grybauskaitė afgerandi sigri í kosningunum.[1] Hún bauð sig fram án beinna tengsla við neinn stjórnmálaflokk en naut stuðnings litáíska Föðurlandsbandalagsins og sjálfstæðishreyfingarinnar Sąjūdis.[2][3]

Í kosningabaráttunni einbeitti Grybauskaitė sér að innanríkismálum. Efnahagur Litáens var á niðurleið eftir langt hagvaxtarskeið og atvinnuleysi nam 15,5 prósentum í mars. Mótmæli gegn ríkisstjórninni höfðu leitt til ofbeldis í janúar 2009.[4]

Kosningarnar fóru fram þann 17. maí 2009. Grybauskaitė vann stórsigur með 68,18 prósent atkvæða.[5] Eftir kosningasigur sinn settist hún fyrst kvenna á forsetastólinn.[6] Sigur Grybauskaitė var talinn til merkis um þekkingu hennar á efnahagsmálum og það að hún var ekki viðriðin nein pólitísk hneykslismál.[7] Alþjóðafjölmiðlar fóru fljótt að kalla hana „litáísku járnfrúna“ þar sem hún var tilfinningaþrunginn ræðumaður og með svart belti í karate.[8][9] Grybauskaitė, sem talar litáísku, ensku, rússnesku, frönsku og pólsku,[8] hefur nefnt Margaret Thatcher og Mohandas Gandhi sem pólitískar fyrirmyndir sínar.[10]

Þegar Grybauskaitė tók við embætti tilkynnti hún að hún hygðist lækka eigin laun um helming vegna bágs efnahagsástandsins í landinu.[4] Fyrstu utanríkisheimsóknir hennar voru til Svíþjóðar og Lettlands.[11]

Tilvísanir

breyta
  1. „Po D.Grybauskaitės apsisprendimo politologai nemato jai konkurencijos“ (litáíska). lrytas.lt. 26. febrúar 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. mars 2009.
  2. „Lithuanians vote in female president“ (enska). Deutsche Welle. 18. maí 2009.
  3. „Lietuvos Sąjūdis nusprendė paremti D.Grybauskaitę“ (litáíska). diena.lt. 14. maí 2009.
  4. 4,0 4,1 „Lithuania president-elect vows to fight recession“ (enska). Associated Press. 18. maí 2009.
  5. „Galutiniai rinkimų rezultatai“ (litáíska). vrk.lt. 22. maí 2009.
  6. „Šampanas iššautas: D.Grybauskaitė be didesnės konkurencijos išrinkta Lietuvos prezidente (atnaujinta, pateikta rezultatų lentelė, 8 video, nuotraukos)“ (litáíska). lrytas.lt. 18. maí 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. maí 2009.
  7. „Lithuania gets first woman leader“ (enska). BBC News. 18. maí 2009.
  8. 8,0 8,1 „Dalia Grybauskaite: Lithuania's 'Iron Lady' (enska). Khaleej Times. 18. maí 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júní 2011.
  9. „D. Grybauskaitę vadina Lietuvos „geležine ledi" (litáíska). lrt.lt. 18. maí 2009.
  10. „Lithuania elects first female president“ (enska). abc.net.
  11. „Premjeras prezidentės pirmojo vizito į Švediją nelaiko posūkiu užsienio politikoje“ (litáíska). ve.lt. 16. júlí 2009.


Fyrirrennari:
Valdas Adamkus
Forseti Litáens
(12. júlí 200912. júlí 2019)
Eftirmaður:
Gitanas Nausėda