Strætisvagnar Kópavogs
Strætisvagnar Kópavogs (SVK) voru stofnaðir 1. mars 1957 og höfðu það að markmiði að sjá um almenningssamgöngur í Kópavogi með rekstri strætisvagnakerfis. Kópavogsbær hafði fram að því haldið upp samgöngum með leigu á almenningsvögnum eða í gegnum Landleiðir.
Byggðasamlagið Almenningsvagnar tók við rekstri strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og hófst akstur á þess vegum 15. ágúst 1992 og markaði það endalok SVK.
Heimildir
breyta- „Héraðsskjalasafn Kópavogs:Strætisvagnar Kópavogs“. Sótt 13. október 2009.
- 4/2005 Framfarafélagið Kópavogur, fundargerðabók AA/1 bls. 78-79.
- Andrés Kristjánsson. "Strætisvagnarnir". (bls 227-232). Saga Kópavogs. III Þættir úr kaupstaðarsögunni 1955-1985. Ritstj. Andrés Kristjánsson og Björn Þorsteinsson. Kópavogi 1990.
- Andrés Kristjánsson. "Atvinna, þjónusta og samgöngur" (bls. 202) Saga Kópavogs. II Frumbyggð og hreppsár 1935-1955. Kópavogi 1990.