Vélbátur
Vélbátur eða mótorbátur er vélknúinn bátur (oftast) með skrúfu. Vélbátar geta verið allt frá litlum opnum skeljum með litla díselvél innanborðs (eða utanborðsmótor) til allt að 500 feta risasnekkjum með flókinni vélasamsetningu.
Hraðbátur (eða spíttbátur) er lítill vélbátur sem er hannaður til að ná sem mestum hraða. Keppt er á hraðbátum (t.d. gúmmíbátum) í hraðbáta- og spyrnukeppni.
Á Íslandi hófst vélbátaútgerð uppúr aldamótunum 1900 og var í fyrstu stunduð á opnum bátum eða skútum sem flestar höfðu áður verið knúnir með árum eða seglum, en í þá var sett vél (glóðarhaus). En síðar fór útgerðin fram á stærri trillum og síðan á sífellt stærri skipum.