1692
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1692 (MDCXCII í rómverskum tölum) var 92. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 13. febrúar - Blóðbaðið í Glencoe: Hersveitir Roberts Campbells slátruðu 38 manns úr MacDonald-klaninu í Glencoe fyrir að hafa að sögn neitað að sverja Vilhjálmi 3. hollustueiða.
- 1. mars - Galdramálin í Salem hófust í Salem í Massachusetts með því að þrjár konur voru ákærðar fyrir galdur.
- 1.-3. júní - Englendingar og Hollendingar unnu sigur á Frökkum í orrustunni við La Hogue.
- 7. júní - Sjóflóð í kjölfar jarðskjálfta eyddi stórum hluta borgarinnar Port Royal á Jamaíku.
Ódagsettir atburðir
breyta- Samkvæmt annálum fundust fimm heimilismenn frá Gröf í Norður-Múlasýslu dauðir í bænum. Þeir voru allir sprungnir á kviði og líkin þrútin og uppþembd. Hjá þeim í baðstofu fannst silungur á diski. Segir í annálum að það hafi líklega verið öfuguggi, en hann var samkvæmt hjátrú baneitraðastur allra kvikinda.
Fædd
breyta- 14. febrúar - Pierre-Claude Nivelle de La Chaussée, franskt leikskáld (d. 1754).
- 15. apríl - Halldór Brynjólfsson, Hólabiskup (d. 1752).
- 22. apríl - James Stirling, skoskur stærðfræðingur (d. 1770).
- 18. maí - Joseph Butler, enskur biskup, guðfræðingur og heimspekingur (d. 1752).
Dáin
breyta- 25. apríl - Hólmfríður Sigurðardóttir, prófastsfrú í Vatnsfirði (f. 1617).
- 6. maí - Nathaniel Lee, enskt leikskáld (f. um 1653).
- 18. maí - Elias Ashmole, enskur fornfræðingur (f. 1617).
- 18. ágúst - Loðvík-Hinrik af Bourbon-Condé, forsætisráðherra Frakklands (d. 1740).
Ódagsett
breyta- Klemus Bjarnason, síðasti Íslendingurinn sem dæmdur var á bálið fyrir galdur. Dómnum var árið áður breytt í útlegð.