Eyjólfur Ármannsson
íslenskur stjórnmálamaður
Eyjólfur Ármannsson (fæddur 23. júlí 1969 í Vestmannaeyjum) er íslenskur stjórnmálamaður og núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Íslands. Hann situr á Alþingi fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Hann náði fyrst kjöri í alþingiskosningunum 2021.
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Íslands | |||||||
Núverandi | |||||||
Tók við embætti 21. desember 2024 | |||||||
Forsætisráðherra | Kristrún Frostadóttir | ||||||
Forveri | Sigurður Ingi Jóhannsson (innviðaráðherra) | ||||||
Alþingismaður | |||||||
| |||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||
Fæddur | 23. júlí 1969 Vestmannaeyjar | ||||||
Stjórnmálaflokkur | Flokkur fólksins | ||||||
Menntun | Lögfræðingur, LLM | ||||||
Háskóli | Háskóli Íslands Pennsylvaníuháskóli | ||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Eyjólfur lauk embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands, námi í Evrópurétti við KU Leuven og LLM-prófi við Pennsylvaníuháskóla. Hann hefur lögmannsréttindi og próf í verðbréfamiðlun.
Eyjólfur tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur þann 21. desember 2024.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Ragnar Jón Hrólfsson; Þorgerður Anna Gunnarsdóttir (21. desember 2024). „Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er tekin við völdum“. RÚV. Sótt 21. desember 2024.