Viktor Traustason (fæddur 10. apríl 1989) er íslenskur hagfræðingur og forsetaframbjóðandi.

Viktor Traustason
Fæddur10. apríl 1989 (1989-04-10) (35 ára)
MenntunHagfræðingur

Forsetaframboð

breyta

Í apríl 2024 bauð Viktor sig fram til forseta Íslands og var einn af 13 frambjóðendum sem skiluðu inn meðmælendalistum.[1][2] Þann 29. apríl úrskurðaði Landskjörstjórn framboð hans ógilt[3] en sama dag gaf hann það út að hann myndi kæra þann úrskurð.[4] Úrskurðarnefnd kosningamála felldi úrskurð Landskjörstjórnar úr gildi og fékk Viktor frest til næsta dags til að skila inn gildum lista. Gerði hann það og í kjölfarið úrskurðaði Landskjörstjórn að framboð hans væri gilt.[5]

Persónulegt líf

breyta

Viktor er bróðir Ástrósar Traustadóttur, áhrifavalds og meðlims LXS.[6]

Heimildir

breyta
  1. Björn Þorfinnsson (26. apríl 2024). „Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamloku“. Dagblaðið Vísir. Sótt 28. apríl 2024.
  2. Árni Sæberg (26. apríl 2024). „Viktor stal senunni: Hefði ekki haft tíma til að safna ef hann væri í vinnu“. Vísir.is. Sótt 28. apríl 2024.
  3. Árni (29. apríl 2024). „Viktor og Kári hel­tast úr lestinni“. Vísir.is. Sótt 29. apríl 2024.
  4. Brynjólfur Þór Guðmundsson (29. apríl 2024). „Ósáttur við kjörstjórn sem ógilti öll nema 69 meðmæli“. RÚV. Sótt 29. apríl 2024.
  5. Jón Þór Stefánsson (2. maí 2024). „Fram­boð Viktors Traustasonar er gilt“. Vísir.is. Sótt 2. maí 2024.
  6. „Forsetaframbjóðandinn og áhrifavaldurinn“. Dagblaðið Vísir. 27. apríl 2024. Sótt 28. apríl 2024.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.