Viktor Traustason
Viktor Traustason (fæddur 10. apríl 1989) er íslenskur hagfræðingur og forsetaframbjóðandi.
Viktor Traustason | |
---|---|
Fæddur | 10. apríl 1989 |
Menntun | Hagfræðingur |
Forsetaframboð
breytaÍ apríl 2024 bauð Viktor sig fram til forseta Íslands og var einn af 13 frambjóðendum sem skiluðu inn meðmælendalistum.[1][2] Þann 29. apríl úrskurðaði Landskjörstjórn framboð hans ógilt[3] en sama dag gaf hann það út að hann myndi kæra þann úrskurð.[4] Úrskurðarnefnd kosningamála felldi úrskurð Landskjörstjórnar úr gildi og fékk Viktor frest til næsta dags til að skila inn gildum lista. Gerði hann það og í kjölfarið úrskurðaði Landskjörstjórn að framboð hans væri gilt.[5]
Persónulegt líf
breytaViktor er bróðir Ástrósar Traustadóttur, áhrifavalds og meðlims LXS.[6]
Heimildir
breyta- ↑ Björn Þorfinnsson (26. apríl 2024). „Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamloku“. Dagblaðið Vísir. Sótt 28. apríl 2024.
- ↑ Árni Sæberg (26. apríl 2024). „Viktor stal senunni: Hefði ekki haft tíma til að safna ef hann væri í vinnu“. Vísir.is. Sótt 28. apríl 2024.
- ↑ Árni (29. apríl 2024). „Viktor og Kári heltast úr lestinni“. Vísir.is. Sótt 29. apríl 2024.
- ↑ Brynjólfur Þór Guðmundsson (29. apríl 2024). „Ósáttur við kjörstjórn sem ógilti öll nema 69 meðmæli“. RÚV. Sótt 29. apríl 2024.
- ↑ Jón Þór Stefánsson (2. maí 2024). „Framboð Viktors Traustasonar er gilt“. Vísir.is. Sótt 2. maí 2024.
- ↑ „Forsetaframbjóðandinn og áhrifavaldurinn“. Dagblaðið Vísir. 27. apríl 2024. Sótt 28. apríl 2024.