Opna aðalvalmynd

Norðausturkjördæmi

Norðausturkjördæmi
Kort af Norðausturkjördæmi
Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
10
9
1
Mannfjöldi
     Eyjafjörður
     Þingeyjarsýslur
     Austurland
39.621
24.021
5.025
10.575
Sveitarfélög 23
Kosningar 2003 2007 2009
Kjósendur á kjörskrá 27.298 27.888 28.362
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti 2.730 2.789 2.836
Kjörsókn 87,5% 84,8% 85,1%

Norðausturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 10 sæti á Alþingi, þar af 1 jöfnunarsæti. Kjördæmið var sameinað úr kjördæmunum Norðurlandi eystra og Austurlandi með þeim undantekningum að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra er í Norðausturkjördæmi en Hornafjörður sem áður var í Austurlandskjördæmi tilheyrir nú Suðurkjördæmi. Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003.

Í báðum þingkosningunum sem fram hafa farið eftir að nýja kjördæmaskipunin var tekin upp hafa úrslitin í Norðausturkjördæmi einkennst af meiri jöfnuði á milli flokka en tíðkast í öðrum kjördæmum, það er sterkasta vígi bæði Framsóknarflokksins og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á meðan bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa verið veikari þar en á landsvísu. Frjálslyndi flokkurinn hefur aldrei átt þingmann í kjördæminu né í forverum þess.

Kjördæmið hefur sem áður segir verið talið eitt höfuðvígi Framsóknarflokksins sem hefur nær alltaf átt fyrsta þingmann kjördæmisins (og þar áður á Norðurlandi eystra og Austurlandi) og ef ekki þann fyrsta þá annan og stundum báða. Vinstri græn hafa frá stofnun flokksins 1999 einnig fengið mest fylgi í Norðausturkjördæmi (og þar áður á Norðurlandi eystra) en það er heimakjördæmi fyrrverandi formanns flokksins, Steingríms J. Sigfússonar.

SveitarfélögBreyta

Skipting þingsæta og þingmennBreyta

TengillBreyta