Arnar Þór Jónsson

íslenskur hæstaréttarlögmaður og stjórnmálamaður

Arnar Þór Jónsson (f. 2. maí 1971) er íslenskur hæstaréttarlögmaður og stjórnmálamaður. Arnar Þór var varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2021 til 2022 og hafnaði í sjötta sæti í forsetakosningunum á Íslandi 2024. Í september 2024 stofnaði Arnar Þór stjórnmálaflokkinn Lýðræðisflokkinn.

Arnar Þór Jónsson
Fæddur2. maí 1971 (1971-05-02) (53 ára)
StörfLögmaður
FlokkurSjálfstæðisflokkurinn (til 2024)
Óflokksbundinn (2024)
Lýðræðisflokkurinn (2024-)

Arnar hlaut kjör sem varaþingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir hönd Sjálf­stæðis­flokks­ins árið 2021.[1] Arnar er fyrr­ver­andi héraðsdóm­ari og með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti.[2] Arnar gegnir embætti formanns í FSF, félags sjálfstæðismanna um fullveldismál, félag sem var stofnað 2019 í kjölfar samþykktar Alþingis á innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög.[heimild vantar]

Þann 3. janúar 2024 lýsti Arnar yfir forsetaframboði í forsetakjöri 2024 og sagði sig úr Sjálf­stæðis­flokkn­um og varaþingmennsku.[3][4] Þar hafnaði hann í sjötta sæti með 5,0% atkvæða. Í júlí 2024 greindi Arnar Þór frá því að hann væri í hugleiðingum um að stofna eigin stjórnmálaflokk. Í september 2024 fóru fram viðræður um að Arnar Þór myndi gangast til liðs við Miðflokkinn í stað þess að stofna nýjan flokk, en þær viðræður gengu ekki upp og stofnaði hann Lýðræðisflokkinn þann 29. september 2024.

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Arnar Þór Jónsson“. Alþingi. Sótt 3. janúar 2024.
  2. „Lögmannalisti“. lmfi.is. Sótt 3. janúar 2024.
  3. „Arnar Þór býður sig fram til forseta“. www.mbl.is. Sótt 3. janúar 2024.
  4. „Segir sig úr flokknum og frá varaþingmennsku“. www.mbl.is. Sótt 3. janúar 2024.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.