Arnar Þór Jónsson
Arnar Þór Jónsson (f. 2. maí 1971) er íslenskur hæstaréttarlögmaður og stjórnmálamaður. Arnar Þór var varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2021 til 2022 og hafnaði í sjötta sæti í forsetakosningunum á Íslandi 2024. Í september 2024 stofnaði Arnar Þór stjórnmálaflokkinn Lýðræðisflokkinn.
Arnar Þór Jónsson | |
---|---|
Fæddur | 2. maí 1971 |
Störf | Lögmaður |
Flokkur | Sjálfstæðisflokkurinn (til 2024) Óflokksbundinn (2024) Lýðræðisflokkurinn (2024-) |
Arnar hlaut kjör sem varaþingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins árið 2021.[1] Arnar er fyrrverandi héraðsdómari og með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti.[2] Arnar gegnir embætti formanns í FSF, félags sjálfstæðismanna um fullveldismál, félag sem var stofnað 2019 í kjölfar samþykktar Alþingis á innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög.[heimild vantar]
Þann 3. janúar 2024 lýsti Arnar yfir forsetaframboði í forsetakjöri 2024 og sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum og varaþingmennsku.[3][4] Þar hafnaði hann í sjötta sæti með 5,0% atkvæða. Í júlí 2024 greindi Arnar Þór frá því að hann væri í hugleiðingum um að stofna eigin stjórnmálaflokk. Í september 2024 fóru fram viðræður um að Arnar Þór myndi gangast til liðs við Miðflokkinn í stað þess að stofna nýjan flokk, en þær viðræður gengu ekki upp og stofnaði hann Lýðræðisflokkinn þann 29. september 2024.
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Arnar Þór Jónsson“. Alþingi. Sótt 3. janúar 2024.
- ↑ „Lögmannalisti“. lmfi.is. Sótt 3. janúar 2024.
- ↑ „Arnar Þór býður sig fram til forseta“. www.mbl.is. Sótt 3. janúar 2024.
- ↑ „Segir sig úr flokknum og frá varaþingmennsku“. www.mbl.is. Sótt 3. janúar 2024.